Saman gegn kynþáttamisrétti! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 21. mars 2016 15:25 Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti!
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar