Saman gegn kynþáttamisrétti! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 21. mars 2016 15:25 Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar