Ódýrasti iPhone-inn til þessa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2016 21:14 Frá kynningunni á iPhone SE í dag. vísir/getty Apple kynnti í dag nýjan síma, iPhone SE, en hann er minni en nýjustu útgáfurnar af símanum sem eru á markaðnum nú. Þá er iPhone SE jafnframt ódýrasti iPhone-inn hingað til en í umfjöllun Telegraph kemur fram að hann komi til með að kosta 399 dollara. Ekki liggur þó fyrir hvað hann mun kosta hér á landi en hægt verður að panta fyrirfram á netinu frá og með fimmtudeginum 24. mars. iPhone SE verður um 10 sentímetra langur og þannig töluvert minni en iPhone 6 Plus til að mynda en hann er um 15 sentímetrar. Síminn er því svipaðri að stærð og til dæmis iPhone 5s sem kom út árið 2013. Einn af stjórnendum Apple, Greg Jozwiak, sagði á kynningu fyrirtækisins í dag að fyrirtækið hefði selt meira en 30 milljón síma sem eru svipaðir að stærð og nýi iPhone-inn. Þá segir Thomas Husson, sérfræðingur í farsímamarkaðnum, að símar eru jafnstórir og iPhone 6 séu ekki fyrir alla. „Þeir símar hafa verið sérstaklega vinsælir í Asíu en það er eftirspurn eftir minni tækjum. Það þarf að láta iPhone 5s hverfa smám saman af markaðnum og kynna til sögunnar ódýrari síma sem er samt búinn gæðum iPhone 6,“ segir Husson. Tim Cook, forstjóri Apple, notaði síðan tækifærið og áréttaði þá afstöðu fyrirtækisins að það hyggst berjast gegn því af öllum mætti að Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fái leyfi til að brjótast inn í iPhone-síma Syed Rizwan Farook sem skaut 14 manns til bana í San Bernardino í desember síðastliðnum. „Við bjuggum símann til fyrir ykkur og fyrir mörg okkar er þetta mjög persónulegt tæki,“ sagði Cook. Sjá má alla kynningu Apple hér. Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45 Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6 Apple kynnir nýungar 21. mars næstkomandi. 12. mars 2016 11:47 John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36 Kynnir Apple smærri iPhone? Farið yfir leka og orðróma vegna stórrar kynningar Apple á mánudaginn. 19. mars 2016 22:52 Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni Talið er að tæknirisinn muni kynna nýjan minni iPhone og nýjan iPad á kynningu klukkan fimm í dag. 21. mars 2016 16:00 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple kynnti í dag nýjan síma, iPhone SE, en hann er minni en nýjustu útgáfurnar af símanum sem eru á markaðnum nú. Þá er iPhone SE jafnframt ódýrasti iPhone-inn hingað til en í umfjöllun Telegraph kemur fram að hann komi til með að kosta 399 dollara. Ekki liggur þó fyrir hvað hann mun kosta hér á landi en hægt verður að panta fyrirfram á netinu frá og með fimmtudeginum 24. mars. iPhone SE verður um 10 sentímetra langur og þannig töluvert minni en iPhone 6 Plus til að mynda en hann er um 15 sentímetrar. Síminn er því svipaðri að stærð og til dæmis iPhone 5s sem kom út árið 2013. Einn af stjórnendum Apple, Greg Jozwiak, sagði á kynningu fyrirtækisins í dag að fyrirtækið hefði selt meira en 30 milljón síma sem eru svipaðir að stærð og nýi iPhone-inn. Þá segir Thomas Husson, sérfræðingur í farsímamarkaðnum, að símar eru jafnstórir og iPhone 6 séu ekki fyrir alla. „Þeir símar hafa verið sérstaklega vinsælir í Asíu en það er eftirspurn eftir minni tækjum. Það þarf að láta iPhone 5s hverfa smám saman af markaðnum og kynna til sögunnar ódýrari síma sem er samt búinn gæðum iPhone 6,“ segir Husson. Tim Cook, forstjóri Apple, notaði síðan tækifærið og áréttaði þá afstöðu fyrirtækisins að það hyggst berjast gegn því af öllum mætti að Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fái leyfi til að brjótast inn í iPhone-síma Syed Rizwan Farook sem skaut 14 manns til bana í San Bernardino í desember síðastliðnum. „Við bjuggum símann til fyrir ykkur og fyrir mörg okkar er þetta mjög persónulegt tæki,“ sagði Cook. Sjá má alla kynningu Apple hér.
Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45 Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6 Apple kynnir nýungar 21. mars næstkomandi. 12. mars 2016 11:47 John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36 Kynnir Apple smærri iPhone? Farið yfir leka og orðróma vegna stórrar kynningar Apple á mánudaginn. 19. mars 2016 22:52 Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni Talið er að tæknirisinn muni kynna nýjan minni iPhone og nýjan iPad á kynningu klukkan fimm í dag. 21. mars 2016 16:00 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45
Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6 Apple kynnir nýungar 21. mars næstkomandi. 12. mars 2016 11:47
John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36
Kynnir Apple smærri iPhone? Farið yfir leka og orðróma vegna stórrar kynningar Apple á mánudaginn. 19. mars 2016 22:52
Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni Talið er að tæknirisinn muni kynna nýjan minni iPhone og nýjan iPad á kynningu klukkan fimm í dag. 21. mars 2016 16:00