Bonneau sleit hásin í hægri fæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 21:44 Stefan Bonneau er með slitna hásin í hægri fæti en það staðfesti Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi í kvöld. Bonneau var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hann sleit hásin í vinstri fæti á undirbúningstímabilinu í haust. Síðan þá hefur hann verið í endurhæfingu í Njarðvík. Bonneau náði aðeins að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur í kvöld áður en hann meiddist. Á þeim tíma náði hann ekki að skora stig, en tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Sjá einnig: Bonneau fór meiddur af velli „Ég fékk þær fréttir af spítalanum áðan að Stefan er með slitna hásin í hinum fætinum,“ sagði Gunnar þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Það er eins sorglegt og það getur orðið, miðað við það ferli sem hann hefur verið í að undanförnu.“ „Við erum einfaldlega að taka utan um strákinn. Þetta er gríðarlegt sjokk og maður skilur þetta ekki alveg. Af hverju gerist þetta fyrir sama manninn eftir aðeins þrjár mínútur.“ Njarðvíkingar hafa verið með Bonneau hjá sér í allan vetur eftir að hann meiddist og Gunnar segir að það muni áfram standa honum til boða að vera í endurhæfingu í Njarðvík. „Við viljum taka fram að okkur þykir jafn vænt um þennan fót og hinn. Við munum taka strákinn að okkur og hlúa að honum, alveg eins og áður,“ segir Gunnar. „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Maður er bara orðlaus. Hann var tilbúinn enda hefði hann aldrei farið í búning öðruvísi, án þess að fá grænt ljós frá sjúkraþjálfara. Það er ekkert við þá að sakast.“ „Nú er mitt fólk hjá honum. En Stefan er sterkur karakter og kann að brosa í gegnum vandræðin. Ég fékk fregnir af því strax.“ „Auðvitað er hann í áfalli en það eina sem við getum gert núna er að hugsa um hann. Við hugsum vel um okkar stráka og skiptir engu máli hvort þeir heita Stefan Bonneau eða ekki. Nú þarf hann á hjálp að halda og við munum veita hana.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45 Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Stefan Bonneau er með slitna hásin í hægri fæti en það staðfesti Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi í kvöld. Bonneau var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hann sleit hásin í vinstri fæti á undirbúningstímabilinu í haust. Síðan þá hefur hann verið í endurhæfingu í Njarðvík. Bonneau náði aðeins að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur í kvöld áður en hann meiddist. Á þeim tíma náði hann ekki að skora stig, en tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Sjá einnig: Bonneau fór meiddur af velli „Ég fékk þær fréttir af spítalanum áðan að Stefan er með slitna hásin í hinum fætinum,“ sagði Gunnar þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Það er eins sorglegt og það getur orðið, miðað við það ferli sem hann hefur verið í að undanförnu.“ „Við erum einfaldlega að taka utan um strákinn. Þetta er gríðarlegt sjokk og maður skilur þetta ekki alveg. Af hverju gerist þetta fyrir sama manninn eftir aðeins þrjár mínútur.“ Njarðvíkingar hafa verið með Bonneau hjá sér í allan vetur eftir að hann meiddist og Gunnar segir að það muni áfram standa honum til boða að vera í endurhæfingu í Njarðvík. „Við viljum taka fram að okkur þykir jafn vænt um þennan fót og hinn. Við munum taka strákinn að okkur og hlúa að honum, alveg eins og áður,“ segir Gunnar. „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Maður er bara orðlaus. Hann var tilbúinn enda hefði hann aldrei farið í búning öðruvísi, án þess að fá grænt ljós frá sjúkraþjálfara. Það er ekkert við þá að sakast.“ „Nú er mitt fólk hjá honum. En Stefan er sterkur karakter og kann að brosa í gegnum vandræðin. Ég fékk fregnir af því strax.“ „Auðvitað er hann í áfalli en það eina sem við getum gert núna er að hugsa um hann. Við hugsum vel um okkar stráka og skiptir engu máli hvort þeir heita Stefan Bonneau eða ekki. Nú þarf hann á hjálp að halda og við munum veita hana.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45 Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45
Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48