Chelsea tók heilmikið frá mér og öllu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 06:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er í risastóru hlutverki hjá toppliði Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta. Hér er hún í leik gegn Snæfelli í vetur. Fréttablaðið/Stefán Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira