Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 77-84 | Grindavík í úrslitakeppnina Sveinn Ólafur Magnússon í Keflavík skrifar 22. mars 2016 22:00 Monique Wright. Vísir/Vilhelm Grindavík lagði Keflavík að velli í hreinum úrslitaleik um fjórða sæti Domino's-deildar kvenna í lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld. Grindavík tryggði sér þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitunum en úrslitakeppnin hefst 30. mars. Í hinum undanúrslitunum mætast lið Snæfells og Vals. Grindavík var með forystu í hálfleik í kvöld, 45-36, en Keflavík svaraði með frábærum þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig. Grindvíkingar tóku svo aftur völdin í fjórða leikhluta og fögnuðu mikilvægum sigri. Keflavík er hins vegar komið í sumarfrí og missir þar með af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í langan tíma. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru nokkuð um mistök hjá báðum liðum. Grindvíkingar tóku á skarið og náðu smá forskoti þó án þess að slíta sig almennilega frá Keflavík. Grindavík náði mest níu stiga forskoti en Keflvíkingar komu til baka og minnkuðu forskotið niður í fimm stig áður en 1. Leikhluta lauk en staðan að honum loknium var 19-24 fyrir Grindavík. Annar leikhluti var nánast eins og sá fyrsti. Grindavík náði forskoti en Keflavík náði að minnka það niður jafn harðan. Grindvíkingar voru að spila góða vörn og þurftu Keflavíkur stúlkur að hafa fyrir því að skora körfur. Í liði gestanna var Whitney Michelle Friazer í aðalhlutverki en hún gat nánast skorað að vild og endaði hún með 21 stig eftir 1. Leikhluta. Ingunn Embla Kristínardóttir átti fínan fyrri hálfleik og setti meðal annars tvo mikilvæga þrist. Hjá Keflavík var stiga skorið nokkuð jafnt en þær Monica Wright og Thelma Dís Ágústsdóttir voru mest áberandi í liði heimastúlkna báðar með 8 stig. Grindavík leiddi í hálfleik með níu stiga mun 36-45. Það var allt annað Keflavíkur lið sem mætti út á völl í seinni hálfleik og voru þær ekki lengi að minnka muninn niður í eitt stig. Áður nefnd Monica Wright setti sjö stig í upphafi og barðist eins og ljón, það var greinilegt að hún ætlaði ekki strax í sumarfrí. Þrátt fyrir að allt virstist ætla að ganga upp hjá Keflavík áttu Grindvíkingar alltaf svar við annars góðri byrjun Keflvíkinga á seinni hálfleik. Mest munaði um nokkra risa þrista sem Petrúnella Skúladóttir átti þegar Keflvíkingar virtust ætla að gera atlögu að forskoti Keflvíkinga. Þegar þriðaj leikhluta lauk hafði Keflavík náð að minnka muninn niður í eitt stig, 60-61. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi fjórða leikhluta en Grindvíkingar settu sjö fyrstu stigin í leikhlutanum. Þá var ekki aftur snúið, Keflavíkur stúlkur náðu aldrei að minnka þann mun. Keflavík náði að hleypa smá spennu í leikinn undir lokin en ekki lengra en það og Grindavík fagnaði snngjörnum sigri, 77-84, og fara því í úrslitakeppnina. Bestar í sigurliði gestanna var Whitney Michelle Friazer en hún skoraði 36 stig, 12 fráköst og 38 framlagspunkta. Einnig spilaði Petrúnella Skúladóttir vel en hún skoraði 16 stig oftar en ekki á mjög mikilvægum tímapunktum í leiknum. Annars var allt Grindavíkurliðið að spila vel í kvöld. Í lið Keflavíkur var Monica Wright í sérflokki en hún setti 29 stig og tók 4 fráköst. Einnig átti Thelma Dís Ágústsdóttir góðan leik en hún skoraði 14 stig, tók 13 fráköst og skilaði 29 framlagspunktum.Sverrir Þór: Við vorum að klikka á auðveldum hlutum í kvöld Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, þurfti að horfa á eftir sæti í úrslitakeppninni til Grindavík eftir tap í kvöld “Það var smá stress í mörgum leikmönnum hjá mér í kvöld. Við vorum að klikka á auðveldum hlutum og ekki að ná að klára skotin okkar en þær voru að setja þessi auðveldu skot niður”. Sagði Sverri Þór Sverrisson, þjálfar Keflvíkinga, eftir tap sinna kvenna í kvöld og náðu ekki að komast í úrslitakeppnina fyrir vikið “Það voru mörg smáatriði sem var ekki að detta með okkur þegar við vorum að minnka munin niður í eitt til tvö stig. Þessi mistök skrifast á smá stress en það var margt gott í þessu hjá okkur en hundfúlt að geta ekki klárað þetta hér heima”. “Þetta er búið að vera skrýtið tímabil hjá Keflavík. Við þurftum að breyta hlutum á miðju tímabili sem tekur alltaf einhvern tíma. Við getum ekki verið að hugsa um þessa hluti núna. Þeta eru ungar og öflugar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér”. “Ég á frekar von á því að vera liðið áfram á næsta tímabili. Ég og stjórnin hjá Keflavík eigum eftir að hittast og ganga frá því. Við biðum með það þangað til tímabilinum lyki”. Sagði Sverrir Þór eftir leikinn í kvöld.Sandra Lind: Glatað að fara í sumarfrí í mars Sandra Lind Þrastardóttir, leikmaður Keflvíkinga, spilaði vel í kvöld fyrir Keflavík en það dugði ekki til “Glatað að fara í sumar frí í mars. Vörnin var ekki að halda í fyrri hálfleik en við náðum að laga það í seinni hálfleik en það var ekki nóg.” Sagði Sandra Lind Þrastardóttir, leikmaður Keflvíkinga, hundfúl eftir að vera komin í sumarfrí og það í mars. Keflavík skoraði ekki eina einustu þriggja stiga körfu í leiknum “Við hittum ekki einum einast þrist í kvöld á meðan þær eru að setja nokkra stóra þannig að því fór sem for. Við náðum nokkrum sinnum ágætis áhlaupi en þær áttu alltaf einhver svör”. Sagði Sandra Lind svekt að lokum.Daníel Guðni: Stelpurnar hafa kjark til þess að skjóta þessum stóru skotum Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum sáttur í leikslok eftir sigur á Keflavík í kvöld “Það gekk mest megnis allt upp hjá okkur í kvöld. Það var hátt spennustig í leiknum og eitthvað um mistök en við komum alltaf vel til baka þegar þær gerðu áhlaup. Keflavík náði góðu áhlaupi í þriðja en við náðum að halda sem sýnir hvað stelpurnar eru sterkar andlega”. Sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavík, í leikslok í kvöld. Grindavíkur stelpurnar áttu nokkra risa þrista þegar Keflavík var að gera áhlaup “Stelpurnar hafa kjark til þess að skjóta þessum stóru skotum og ég hef fulla trú á framhaldinu. Við höfum unnið Hauka einu sinni í vetur og ég veit að mínir leikmenn verða klárir í það verkefni.” Sagði Daníel Guðni bjartsýnn á framhaldið í úrslitakeppninni.Keflavík-Grindavík 77-84 (19-24, 17-21, 24-16, 17-23) Keflavík: Monica Wright 29/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/13 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/12 fráköst/3 varin skot, Melissa Zornig 2, Elfa Falsdottir 1. Grindavík: Whitney Michelle Frazier 36/12 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 16, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 1.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Grindavík lagði Keflavík að velli í hreinum úrslitaleik um fjórða sæti Domino's-deildar kvenna í lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld. Grindavík tryggði sér þar með síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitunum en úrslitakeppnin hefst 30. mars. Í hinum undanúrslitunum mætast lið Snæfells og Vals. Grindavík var með forystu í hálfleik í kvöld, 45-36, en Keflavík svaraði með frábærum þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig. Grindvíkingar tóku svo aftur völdin í fjórða leikhluta og fögnuðu mikilvægum sigri. Keflavík er hins vegar komið í sumarfrí og missir þar með af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í langan tíma. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru nokkuð um mistök hjá báðum liðum. Grindvíkingar tóku á skarið og náðu smá forskoti þó án þess að slíta sig almennilega frá Keflavík. Grindavík náði mest níu stiga forskoti en Keflvíkingar komu til baka og minnkuðu forskotið niður í fimm stig áður en 1. Leikhluta lauk en staðan að honum loknium var 19-24 fyrir Grindavík. Annar leikhluti var nánast eins og sá fyrsti. Grindavík náði forskoti en Keflavík náði að minnka það niður jafn harðan. Grindvíkingar voru að spila góða vörn og þurftu Keflavíkur stúlkur að hafa fyrir því að skora körfur. Í liði gestanna var Whitney Michelle Friazer í aðalhlutverki en hún gat nánast skorað að vild og endaði hún með 21 stig eftir 1. Leikhluta. Ingunn Embla Kristínardóttir átti fínan fyrri hálfleik og setti meðal annars tvo mikilvæga þrist. Hjá Keflavík var stiga skorið nokkuð jafnt en þær Monica Wright og Thelma Dís Ágústsdóttir voru mest áberandi í liði heimastúlkna báðar með 8 stig. Grindavík leiddi í hálfleik með níu stiga mun 36-45. Það var allt annað Keflavíkur lið sem mætti út á völl í seinni hálfleik og voru þær ekki lengi að minnka muninn niður í eitt stig. Áður nefnd Monica Wright setti sjö stig í upphafi og barðist eins og ljón, það var greinilegt að hún ætlaði ekki strax í sumarfrí. Þrátt fyrir að allt virstist ætla að ganga upp hjá Keflavík áttu Grindvíkingar alltaf svar við annars góðri byrjun Keflvíkinga á seinni hálfleik. Mest munaði um nokkra risa þrista sem Petrúnella Skúladóttir átti þegar Keflvíkingar virtust ætla að gera atlögu að forskoti Keflvíkinga. Þegar þriðaj leikhluta lauk hafði Keflavík náð að minnka muninn niður í eitt stig, 60-61. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi fjórða leikhluta en Grindvíkingar settu sjö fyrstu stigin í leikhlutanum. Þá var ekki aftur snúið, Keflavíkur stúlkur náðu aldrei að minnka þann mun. Keflavík náði að hleypa smá spennu í leikinn undir lokin en ekki lengra en það og Grindavík fagnaði snngjörnum sigri, 77-84, og fara því í úrslitakeppnina. Bestar í sigurliði gestanna var Whitney Michelle Friazer en hún skoraði 36 stig, 12 fráköst og 38 framlagspunkta. Einnig spilaði Petrúnella Skúladóttir vel en hún skoraði 16 stig oftar en ekki á mjög mikilvægum tímapunktum í leiknum. Annars var allt Grindavíkurliðið að spila vel í kvöld. Í lið Keflavíkur var Monica Wright í sérflokki en hún setti 29 stig og tók 4 fráköst. Einnig átti Thelma Dís Ágústsdóttir góðan leik en hún skoraði 14 stig, tók 13 fráköst og skilaði 29 framlagspunktum.Sverrir Þór: Við vorum að klikka á auðveldum hlutum í kvöld Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, þurfti að horfa á eftir sæti í úrslitakeppninni til Grindavík eftir tap í kvöld “Það var smá stress í mörgum leikmönnum hjá mér í kvöld. Við vorum að klikka á auðveldum hlutum og ekki að ná að klára skotin okkar en þær voru að setja þessi auðveldu skot niður”. Sagði Sverri Þór Sverrisson, þjálfar Keflvíkinga, eftir tap sinna kvenna í kvöld og náðu ekki að komast í úrslitakeppnina fyrir vikið “Það voru mörg smáatriði sem var ekki að detta með okkur þegar við vorum að minnka munin niður í eitt til tvö stig. Þessi mistök skrifast á smá stress en það var margt gott í þessu hjá okkur en hundfúlt að geta ekki klárað þetta hér heima”. “Þetta er búið að vera skrýtið tímabil hjá Keflavík. Við þurftum að breyta hlutum á miðju tímabili sem tekur alltaf einhvern tíma. Við getum ekki verið að hugsa um þessa hluti núna. Þeta eru ungar og öflugar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér”. “Ég á frekar von á því að vera liðið áfram á næsta tímabili. Ég og stjórnin hjá Keflavík eigum eftir að hittast og ganga frá því. Við biðum með það þangað til tímabilinum lyki”. Sagði Sverrir Þór eftir leikinn í kvöld.Sandra Lind: Glatað að fara í sumarfrí í mars Sandra Lind Þrastardóttir, leikmaður Keflvíkinga, spilaði vel í kvöld fyrir Keflavík en það dugði ekki til “Glatað að fara í sumar frí í mars. Vörnin var ekki að halda í fyrri hálfleik en við náðum að laga það í seinni hálfleik en það var ekki nóg.” Sagði Sandra Lind Þrastardóttir, leikmaður Keflvíkinga, hundfúl eftir að vera komin í sumarfrí og það í mars. Keflavík skoraði ekki eina einustu þriggja stiga körfu í leiknum “Við hittum ekki einum einast þrist í kvöld á meðan þær eru að setja nokkra stóra þannig að því fór sem for. Við náðum nokkrum sinnum ágætis áhlaupi en þær áttu alltaf einhver svör”. Sagði Sandra Lind svekt að lokum.Daníel Guðni: Stelpurnar hafa kjark til þess að skjóta þessum stóru skotum Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum sáttur í leikslok eftir sigur á Keflavík í kvöld “Það gekk mest megnis allt upp hjá okkur í kvöld. Það var hátt spennustig í leiknum og eitthvað um mistök en við komum alltaf vel til baka þegar þær gerðu áhlaup. Keflavík náði góðu áhlaupi í þriðja en við náðum að halda sem sýnir hvað stelpurnar eru sterkar andlega”. Sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavík, í leikslok í kvöld. Grindavíkur stelpurnar áttu nokkra risa þrista þegar Keflavík var að gera áhlaup “Stelpurnar hafa kjark til þess að skjóta þessum stóru skotum og ég hef fulla trú á framhaldinu. Við höfum unnið Hauka einu sinni í vetur og ég veit að mínir leikmenn verða klárir í það verkefni.” Sagði Daníel Guðni bjartsýnn á framhaldið í úrslitakeppninni.Keflavík-Grindavík 77-84 (19-24, 17-21, 24-16, 17-23) Keflavík: Monica Wright 29/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/13 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/12 fráköst/3 varin skot, Melissa Zornig 2, Elfa Falsdottir 1. Grindavík: Whitney Michelle Frazier 36/12 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 16, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 1.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira