Breskir fjölmiðlar greina frá því að Steven van de Velde, 21 árs landsliðsmaður Hollands í strandblaki, hafi misnotað og nauðgað 12 ára breskri stúlku árið 2014.
Hann var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðgun en hann kynntist stúlkunni á Facebook árið 2014 og flaug þá sérstaklega til Milton Keynes frá Amsterdam til að hitta hana.
Því var lýst fyrir dómi að þau hefðu stundað munnmök og kynmök sem er nauðgun þegar svo ungt barn á í hlut samkvæmt breskum lögum. Samband þeirra hafði þróast í gegnum samfélagsmiðla og hafði aldur stúlkunnar komið skýrt fram í samskiptum þeirra.
Van de Velde grét þegar dómari lýsti því að síðan að þetta gerðist hafi stúlkan skaðað sjálfa sig og tekið of stóran skammt af eiturlyfjum.
Van de Velde er hollenskur meistari í strandblaki og hafði stefnt að því að keppa fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum í Ríó. Handtökuskipun var gefin út fyrir hann í ágúst og var hann framseldur til Bretlands þann 8. janúar.
Hann játaði sök í málinu og iðraðist gjörða sinna mjög, eftir því sem kom fram í máli verjanda hans í réttarhöldunum. Verjandinn hélt því fram að samband Van de Velde við stúlkuna hefði verið ósvikið, þrátt fyrir aldursmuninn.
Sjá frétt Daily Mail um málið hér.
Blakmaður dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga 12 ára stúlku
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti
