„Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. mars 2016 22:10 Trump og Cruz keppast um að verða forsetaefni Repúblíkana. Eru þó sammála um margt. Visir/Getty Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36
Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00
Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04
Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11