Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 11:00 Vísir/Getty „Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14