Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 83-62 | Sóp hjá KR annað árið í röð Árni Jóhannsson í DHL-höllinni skrifar 23. mars 2016 22:00 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta fyrr í kvöld með öruggum sigri á Grindavík sem virtist ekki átta sig á stöðu mála í kvöld og sýndu engar tilraunir til að komast aftur inn í einvígið. Lokatölur 83-62 og KR heldur áfram í átt að þriðja titlinum í röð.Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindavík tók sér langan tíma til að byrja þennan leik í DHL höllinni fyrr í kvöld. Það var ekki langt liðið af fyrsta leikhluta þegar heimamenn voru komnir í 16-2 og Grindvíkingar búnir að tapa þremur sóknum. KR-ingar notuðu öll sín bestu vopn í fyrsta leikhluta og lokuðu honum í stöðunni 24-12 og var hakan á gestunum af Suðurnesjum komin ofan í bringu. Einungis Þorleifur Ólafsson var eini leikmaður Grindvíkinga sem ar með lífsmarki og var öllum framherjum liðsins skipt út af eftir átta mínútur og spilaði Garcia ekki nema 9:27 í fyrri hálfleik. KR-ingar héldu áfram sömu hörku í öðrum leikhluta, staðráðnir í að tryggja sæti sitt í undanúrslitum, hörð vörn og áhrifaríkur sóknarleikur þar sem gott flæði skipti lykilmáli. Ef Craion var ekki að skora í teignum þá var verið að búa til opin skot fyrir aðra og brjótast í gegnum vörn gestanna með góðum árangri. Vandræði Grindavíkur héldu áfram og gekk lítið upp hjá þeim. Staðan í hálfleik var 41-27 og var það einungis klaufaskap KR í sóknum sínum að kenna að munurinn var ekki meiri. Seinni hálfleikurinn hafði sömu sögu að segja. KR-ingar spiluðu sinn leik og hleyptu Grindvíkingum ekki nálægt sér. Grindvíkingar reyndu á köflum að hnykla vöðvana sína en KR átti alltaf svör við aðgerðum þeirra þegar á reyndi. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 64-43 og KR með öll völd. Það var einungis formsatriði að klára leikinn þegar í fjórða leikhluta var komið. Pavel Ermolinski náði að klára þrefalda tvennu þegar þrjár mínútur lifðu af leiknum og er það aðalatriðið úr fjórða leikhluta. KR-ingar sigldu leiknum heim og fá verðskuldaða hvíld fyrir undanúrslitin á meðan Grindvíkingar eru skipta út körfubolta stuttbuxum fyrir sundstuttbuxur og eru komnir í sumarfrí. Grindavík kveður Dominos deildina þetta árið eftir skrautlegan vetur sem getur ekki talist annað en vonbrigði. Skiptingar á erlendum leikmönnum og annað vesen litar tímabilið og þurfa þeir að fara í naflaskoðun og byrja að gera sig klára fyrir næsta tímabil.Vísir/StefánFinnur Stefánsson: Vorkenni Grindvíkingum út af Garcia „Það segir sig sjálft að þegar maður vinnur með 21 stigi þá var þetta jafnvel ekki erfiðasti leikur sem við höfum spilað“, sagði þjálfari KR þegar hann var spurður hvort leikurinn á móti Grindavík væri sá auðveldasti sem hann man eftir í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. „Það er gott að vera búnir að klára þetta og komnir í undanúrslitin. Það var kannski eðlilegt að þeir brotnuðu eftir að við byrjuðum sterkt en í leiknum í Grindaví bjóst ég við meiru frá þeim en þar byrjuðum við einnig sterkt. Það er búið að vera erfitt fyrir Grindavík í vetur, kanaskipti og erfitt að laga það á skömmum tíma. Það búa samt margir góðir leikmenn í þessu liði en með fullri virðingu fyrir Chuck Garcia þá hálf vorkenni ég kollegum mínum í Grindavík að þurfa að eiga við þann mann“, sagði Finnur þegar hann var spurður hvort hann hafi búist við meiru af Grindvíkingum í kvöld. Hann var að lokum spurður að því hvað hafi skilað einvíginu í hús fyrir KR-inga. „Heildin bara, allir voru að leggja eitthvað á vogarskálarnar og við vorum fá auðveldar körfur, vorum með fína hittni og spiluðum góðan varnarleik. Við leyfum þeim einungis að skora 62 stig í kvöld sem er fínt.“Vísir/StefánJóhann Ólafsson: Ég þarf að sjá hvað ég get lært af vetrinum Hann var skiljanlega daufur í dálkinn, þjálfari Grindvíkinga þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leikinn á móti KR í kvöld. „KR-ingar eru bara mikið betri en við, það er ósköp einfalt. Við komum ekki tilbúnir til leiks og það er kannski saga tímabilsins, við vorum flatir. Við getum huggað okkur við að við héldum áfram og gáfum þessu séns en munurinn á liðunum er bara of mikill.“ Jóhann var því næst spurður hvort hann hafi gefist upp á Chuck Garcia í kvöld en kappinn spilaði lítið fyrir Grindvíkinga og skoraði einungis 4 stig. „Það má segja það já, ég er búinn að vera ansi þolinmóður núna alveg frá því hann kom en hann er bara búinn að kaupa sér sandala og stullur og kominn heim í huganum. Hann hefur klárlega verið vonbrigði.“ Jóhann var spurður út í framhaldið hjá Grindavík og þá hvort hann ætlaði sér að vera áfram. „Ég veit það ekki alveg, við eigum eftir að ræða það. Það er ýmislegt sem hefur gengið á og ég hef gert mistök og rekið mig á ýmislegt og þarf ég að hugsa hvort ég vilji halda áfram og hvað ég vilji gera. Ég þarf að sjá hvað ég get lært af vetrinum og því sem miður en þetta er svo ekki í mínum höndum. Það eru aðrir sem ráða því.“ Jóhann var beðinn um að ráða í restina af úrslitakeppninni og þá hvort KR gæti varið titilinn. „Ef þetta fer eftir þessari svokölluðu bók þá fá þeir stólana í næstu umferð og þar verður hörkusería. Þeir eru samt með hörkulið og líklegir til að fara alla leið.“Vísir/StefánPavel Ermolinskij: Vil bara vakna í úrslitunum „Ég vissi ekki alveg við hverju við áttum að búast fyrirfram. Grindavík var svosem enginn óskamótherji þegar það kom í ljós að við myndum spila við þá. Þeir eru búnir að ganga í gegnum margt í vetur, menn hafa talað um að þeir hafi verið í einhverri lægð en það hafa bara komið upp aðstæður sem þeir hafa ekki ráðið við í vetur. Við vissum að við erum sterkari en þeir en við vorum hræddir um að þetta yrði tímapunkturinn sem þeir myndu kveikja á sér en blessunarlega náðum við að halda þeim vel frá okkur“, sagði Pavel Ermolinskij þegar hann var spurður hvort serían hafi verið auðveldari en hann bjóst við. Pavel skilaði þrefaldri tvennu annan leikinn í röð og var spurður hvort hann væri í góðu standi fyrir framhaldið. „Það er alveg rökrétt að ég nái betri tölum eftir að Ægir fór, ég er meira með boltann og hef meiri ábyrgð. Það er mitt að höndla það en aðalatriðið er að leikur liðsins breytist ekki og mér finnst það ekki sóknarlega. Varnarlega þá gleymir fólk því oft að Darri, að mig minnir, hafi verið kosinn varnarmaður ársins í fyrra. Það kemur alltaf maður í manns stað hjá okkur. Við erum í toppmálum.“ Pavel vill helst engan af þeim sem KR gætu mætt í undanúrslitum og útskýrði það nánar. „Ég held að allir mótherjarnir sem við getum fengið séu ekki fýsilegir. Ég vil bara sofna núna og vakna í úrslitum, ég er ekki að grínast það er enginn sem ég vill mæta. Maður veit aldrei í hvernig standi hin liðin koma í en það hefur verið aðalatriðið að við séum í lagi fyrir þessa leiki.“KR-Grindavík 83-62 (24-12, 17-15, 23-16, 19-19)KR: Michael Craion 21/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17, Darri Hilmarsson 15/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/12 fráköst/11 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 5/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Björn Kristjánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5/4 fráköst.Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 17/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 6, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 4/6 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 4.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta fyrr í kvöld með öruggum sigri á Grindavík sem virtist ekki átta sig á stöðu mála í kvöld og sýndu engar tilraunir til að komast aftur inn í einvígið. Lokatölur 83-62 og KR heldur áfram í átt að þriðja titlinum í röð.Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindavík tók sér langan tíma til að byrja þennan leik í DHL höllinni fyrr í kvöld. Það var ekki langt liðið af fyrsta leikhluta þegar heimamenn voru komnir í 16-2 og Grindvíkingar búnir að tapa þremur sóknum. KR-ingar notuðu öll sín bestu vopn í fyrsta leikhluta og lokuðu honum í stöðunni 24-12 og var hakan á gestunum af Suðurnesjum komin ofan í bringu. Einungis Þorleifur Ólafsson var eini leikmaður Grindvíkinga sem ar með lífsmarki og var öllum framherjum liðsins skipt út af eftir átta mínútur og spilaði Garcia ekki nema 9:27 í fyrri hálfleik. KR-ingar héldu áfram sömu hörku í öðrum leikhluta, staðráðnir í að tryggja sæti sitt í undanúrslitum, hörð vörn og áhrifaríkur sóknarleikur þar sem gott flæði skipti lykilmáli. Ef Craion var ekki að skora í teignum þá var verið að búa til opin skot fyrir aðra og brjótast í gegnum vörn gestanna með góðum árangri. Vandræði Grindavíkur héldu áfram og gekk lítið upp hjá þeim. Staðan í hálfleik var 41-27 og var það einungis klaufaskap KR í sóknum sínum að kenna að munurinn var ekki meiri. Seinni hálfleikurinn hafði sömu sögu að segja. KR-ingar spiluðu sinn leik og hleyptu Grindvíkingum ekki nálægt sér. Grindvíkingar reyndu á köflum að hnykla vöðvana sína en KR átti alltaf svör við aðgerðum þeirra þegar á reyndi. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 64-43 og KR með öll völd. Það var einungis formsatriði að klára leikinn þegar í fjórða leikhluta var komið. Pavel Ermolinski náði að klára þrefalda tvennu þegar þrjár mínútur lifðu af leiknum og er það aðalatriðið úr fjórða leikhluta. KR-ingar sigldu leiknum heim og fá verðskuldaða hvíld fyrir undanúrslitin á meðan Grindvíkingar eru skipta út körfubolta stuttbuxum fyrir sundstuttbuxur og eru komnir í sumarfrí. Grindavík kveður Dominos deildina þetta árið eftir skrautlegan vetur sem getur ekki talist annað en vonbrigði. Skiptingar á erlendum leikmönnum og annað vesen litar tímabilið og þurfa þeir að fara í naflaskoðun og byrja að gera sig klára fyrir næsta tímabil.Vísir/StefánFinnur Stefánsson: Vorkenni Grindvíkingum út af Garcia „Það segir sig sjálft að þegar maður vinnur með 21 stigi þá var þetta jafnvel ekki erfiðasti leikur sem við höfum spilað“, sagði þjálfari KR þegar hann var spurður hvort leikurinn á móti Grindavík væri sá auðveldasti sem hann man eftir í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. „Það er gott að vera búnir að klára þetta og komnir í undanúrslitin. Það var kannski eðlilegt að þeir brotnuðu eftir að við byrjuðum sterkt en í leiknum í Grindaví bjóst ég við meiru frá þeim en þar byrjuðum við einnig sterkt. Það er búið að vera erfitt fyrir Grindavík í vetur, kanaskipti og erfitt að laga það á skömmum tíma. Það búa samt margir góðir leikmenn í þessu liði en með fullri virðingu fyrir Chuck Garcia þá hálf vorkenni ég kollegum mínum í Grindavík að þurfa að eiga við þann mann“, sagði Finnur þegar hann var spurður hvort hann hafi búist við meiru af Grindvíkingum í kvöld. Hann var að lokum spurður að því hvað hafi skilað einvíginu í hús fyrir KR-inga. „Heildin bara, allir voru að leggja eitthvað á vogarskálarnar og við vorum fá auðveldar körfur, vorum með fína hittni og spiluðum góðan varnarleik. Við leyfum þeim einungis að skora 62 stig í kvöld sem er fínt.“Vísir/StefánJóhann Ólafsson: Ég þarf að sjá hvað ég get lært af vetrinum Hann var skiljanlega daufur í dálkinn, þjálfari Grindvíkinga þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leikinn á móti KR í kvöld. „KR-ingar eru bara mikið betri en við, það er ósköp einfalt. Við komum ekki tilbúnir til leiks og það er kannski saga tímabilsins, við vorum flatir. Við getum huggað okkur við að við héldum áfram og gáfum þessu séns en munurinn á liðunum er bara of mikill.“ Jóhann var því næst spurður hvort hann hafi gefist upp á Chuck Garcia í kvöld en kappinn spilaði lítið fyrir Grindvíkinga og skoraði einungis 4 stig. „Það má segja það já, ég er búinn að vera ansi þolinmóður núna alveg frá því hann kom en hann er bara búinn að kaupa sér sandala og stullur og kominn heim í huganum. Hann hefur klárlega verið vonbrigði.“ Jóhann var spurður út í framhaldið hjá Grindavík og þá hvort hann ætlaði sér að vera áfram. „Ég veit það ekki alveg, við eigum eftir að ræða það. Það er ýmislegt sem hefur gengið á og ég hef gert mistök og rekið mig á ýmislegt og þarf ég að hugsa hvort ég vilji halda áfram og hvað ég vilji gera. Ég þarf að sjá hvað ég get lært af vetrinum og því sem miður en þetta er svo ekki í mínum höndum. Það eru aðrir sem ráða því.“ Jóhann var beðinn um að ráða í restina af úrslitakeppninni og þá hvort KR gæti varið titilinn. „Ef þetta fer eftir þessari svokölluðu bók þá fá þeir stólana í næstu umferð og þar verður hörkusería. Þeir eru samt með hörkulið og líklegir til að fara alla leið.“Vísir/StefánPavel Ermolinskij: Vil bara vakna í úrslitunum „Ég vissi ekki alveg við hverju við áttum að búast fyrirfram. Grindavík var svosem enginn óskamótherji þegar það kom í ljós að við myndum spila við þá. Þeir eru búnir að ganga í gegnum margt í vetur, menn hafa talað um að þeir hafi verið í einhverri lægð en það hafa bara komið upp aðstæður sem þeir hafa ekki ráðið við í vetur. Við vissum að við erum sterkari en þeir en við vorum hræddir um að þetta yrði tímapunkturinn sem þeir myndu kveikja á sér en blessunarlega náðum við að halda þeim vel frá okkur“, sagði Pavel Ermolinskij þegar hann var spurður hvort serían hafi verið auðveldari en hann bjóst við. Pavel skilaði þrefaldri tvennu annan leikinn í röð og var spurður hvort hann væri í góðu standi fyrir framhaldið. „Það er alveg rökrétt að ég nái betri tölum eftir að Ægir fór, ég er meira með boltann og hef meiri ábyrgð. Það er mitt að höndla það en aðalatriðið er að leikur liðsins breytist ekki og mér finnst það ekki sóknarlega. Varnarlega þá gleymir fólk því oft að Darri, að mig minnir, hafi verið kosinn varnarmaður ársins í fyrra. Það kemur alltaf maður í manns stað hjá okkur. Við erum í toppmálum.“ Pavel vill helst engan af þeim sem KR gætu mætt í undanúrslitum og útskýrði það nánar. „Ég held að allir mótherjarnir sem við getum fengið séu ekki fýsilegir. Ég vil bara sofna núna og vakna í úrslitum, ég er ekki að grínast það er enginn sem ég vill mæta. Maður veit aldrei í hvernig standi hin liðin koma í en það hefur verið aðalatriðið að við séum í lagi fyrir þessa leiki.“KR-Grindavík 83-62 (24-12, 17-15, 23-16, 19-19)KR: Michael Craion 21/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17, Darri Hilmarsson 15/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/12 fráköst/11 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 5/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Björn Kristjánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5/4 fráköst.Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 17/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 6, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 4/6 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 4.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira