Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í dag, hefur hér betur í baráttu við Christian Eriksen í leik Íslands og Danmerkur árið 2010. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira