Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í dag, hefur hér betur í baráttu við Christian Eriksen í leik Íslands og Danmerkur árið 2010. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Dönum í vináttulandsleik í dag en þetta er fyrsti alvöru landsleikur EM-ársins og líka besta tækifærið í langan tíma til að vinna Dani í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Íslenska A-landsliðið í fótbolta hefur 22 sinnum mætt Dönum hjá og bestu úrslitin hingað til eru ekki til að monta sig af eða þrjú markalaus jafntefli í vináttulandsleikjum á Laugardalsvellinum og eitt 1-1 jafntefli í forkeppni Ólympíuleikanna. Átján sinnum hefur íslenska liðið þurft að sætta sig við tap fyrir gömlu „eigendunum“ og aldrei var niðurlægingin meiri en í 14-2 tapi á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þetta hefur gengið betur síðan þá en ekki mikið betur samt. Danir hafa unnið sex síðustu leiki sína á móti Íslandi en það eru að verða liðin fimm ár frá þeim síðasta. Markatalan í sex leikjum þjóðanna á þessari öld er eins vandræðaleg og þær gerast eða 16-1 Dönum í vil. Eina markið á þessum 540 mínútum skoraði Eyjólfur Sverrisson eftir 10 mínútna leik í fyrsta leik aldarinnar en síðan þá hafa Danir skorað sextán mörk í röð án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Sextán mörk í röð er slæmt í körfunni (stig), skelfilegt í handboltanum en hvað er hægt að segja um slíkar tölur í fótboltanum? Það er hins vegar margt sem gefur Íslendingum ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn í Herning. Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við mætum Dönum eftir að Lars Lagerbäck settist í skipstjórasætið og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ísland er ofar á styrkleikalista FIFA þegar þjóðirnar mætast. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á meðan Danir sitja heima í sumar og spila ekki næsta mótsleik fyrr en í haust. Þegar Ísland og Danmörk mættust síðast var staðan allt önnur. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum og var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið var í 116. sæti á FIFA-listanum, 89 sætum neðar en Danir og 78 sætum neðar en liðið er í dag. Það eru liðin meira en 69 ár og átta mánuðir síðan að Ísland og Danmörk mættust fyrst á fótboltavellinum sem var á Melavellinum miðvikudaginn 17. júlí 1946. Það hlýtur að vera komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani í fyrsta sinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira