Stjórnarandstaðan bíður eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins Birta Björnsdóttir skrifar 25. mars 2016 16:34 Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016 Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53