Aðgerðin er ósköp einföld. Hægt er að opna einstaka tengiliði í 'Contact' flipanum. Því næst er ýtt á Edit og þaðan er farið í Vibrations. Þar má stilla takt titringsins eftir ýmsum forskriftum sem í boði eru en einnig er hægt að skapa sinn eigin takt með því að velja Create New Vibration.
Þetta gæti komið sér vel þurfi síminn oft að vera stilltur á hljóðlausa stillingu og þú vilt vita hver er að hringja án þess að skoða símann. Nánari leiðbeiningar má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.