Viðskipti erlent

Útlit fyrir 15 dollara lágmarkslaun í Kaliforníu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Starfsmenn skyndibitastaða lögðu tímabundið niður störf í apríl síðastliðnum til að berjast fyrir hærri launum.
Starfsmenn skyndibitastaða lögðu tímabundið niður störf í apríl síðastliðnum til að berjast fyrir hærri launum. Vísir/AFP
Þingmenn á ríkisþinginu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa komist að samkomulagi um að hækka lágmarkslaun í ríkinu í fimmtán dali, 1900 íslenskar krónur, á tímann fyrir árið 2022. 

Ef af verður mun þetta vera stærsta skref sem tekið hefur verið til að bæta kjör láglaunafólks í Bandaríkjunum, sem er eitt af helstu baráttumálum frambjóðenda Demókrataflokksins í forsetakosningunum í ár. 

Ef samkomulagið verður að lögum verður Kalifornía fyrsta ríkið til að koma á fimmtán dala lágmarkslaunum, verið er að ræða sömu tillögu í New York ríki um þessar mundir. 

Lágmarkslaunin í Kaliforníu voru hækkuð í tíu dali á tímann í janúar á þessu ári og myndu þau hækka lítillega á hverju ári fram til ársins 2022. Smáfyrirtæki hefðu til ársins 2023 til að greiða fimmtán dali í lágmarkslaun, að því er segir í frétt NY Times um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×