Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2016 18:45 Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði. Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði.
Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent