Haraldur Nelson vill ekki MMA á ÓL: „Rugl reglum verður hrúgað í íþróttina“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 13:00 Haraldur Nelson vill ekki breyta MMA. vísir/vilhelm Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson. MMA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira