Með bókverk á klósettinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 13:54 Sveinn og Guðrún á Núllinu. Þar sem opnar sýning bókverka í dag. Síðustu daga hefur verið töluverður hreyfingur í gamla almennings kvennaklósettinu við Bankastræti 0. Þar eru þó ekki á ferð starfsmenn Hönnunarstofu sem glíma nú við bilanir í skólpkerfum sínum heldur listamenn er keppast við að setja upp sýningu á vegum Hönnunarmars. Langt er síðan salernunum var rudd út en húsnæðið er illa nýtt – nema fyrir einstaka listasýningar eins og nú. Mörg okkar þekkjum við það að hafa með bók á salernið - en hópurinn á bak við Dulkápuna ætlar að fara heldur nýstárlegri leið með þá athöfn. Seinna í dag opnar nefnilega í Núllinu sýning Dulkápunnar, sem er hópur ungs listafólks er ætlar að ráðast í varðveislu og skrásetningu svokallaðra bókverka. „Það eru bækur eða einhvers konar ritefni sem er oft óaðgengileg fólki þar sem þau flokkast undir listaverk,“ útskýrir Guðrún Heiður Ísaksdóttir sem auk þess að vera ein þeirra er mannar Dulkápu-hópinn verður líka með verk á sýningunni. „Þess vegna fannst okkur mikilvægt að skapa gagnagrunn sem fólk gæti skoðað. Það er Dulkápan – netsíða sem leggur sig fram við að skrásetja svona verk“. Hópurinn er í samstarfi við Nýlistasafnið, Listaháskólann sem skaffar verk fyrir sýninguna og síðuna. Á Dulkapan.net verður einnig vettvangur fyrir núlifandi listamenn til þess að koma nýjum bókverkum sínum á framfæri. Það á líka við grafíska hönnuði sem kannski hafa ekki framleidd prentaðar útgáfur af verkum sínum.Gestir með plasthanska?Á sýningunni á eftir verður að finna verk frá öllum tímum. Það elsta frá 1938. „Það hefur verið heima hjá ömmu minni í marga áratugi. Það er eftir þýskan listamann sem hét Kurt Zier. Hann var skólastjóri Mynda- og handlistarskólans lengi.“ En hversu viðkvæm eru slík bókverk? Til dæmis í þeim tilfellum sem aðeins er til eitt eintak? Verða gestir að skoða verkin með plasthönskum? „Við hugsuðum út í það en hættum við það. Við völdum frekar verk sem má snerta með höndunum. Auk þess sem fólk kemst á síðuna okkar á sýningunni sjálfri. Við höfum reyndar verið að hugsa um það að halda seinna sérstaka hanska-sýningu – þar sem fólki verður boðið að skoða viðkvæmari verkin“. Sýningin er haldin á gamla kvennaklósettinu, þeim megin við Bankastræti sem er nær úti taflborðinu. Þar sem það er ekki gefið leyfið fyrir því að vera með einhvers konar neðanjarðarstarfssemi svo nálægt Stjórnarráði Íslands. Á meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru Dieter Roth, Halldór Sturluson, Sveinn Benediktsson, Gunnhildur Helgadóttir, Halldór Ásgeirsson, Sigurður Atli Sigurðsson og Ragnhildur Jóhannsdóttir. Sýning opnar kl. 18 á eftir. Aðgangur er ókeypis. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband sýngarinnar.Hönnunarmars er á næsta leiti, styttist í opnun. #designmarch#reykjavikloves#visitreykjavikPosted by Dulkápan on Monday, March 7, 2016 HönnunarMars Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Síðustu daga hefur verið töluverður hreyfingur í gamla almennings kvennaklósettinu við Bankastræti 0. Þar eru þó ekki á ferð starfsmenn Hönnunarstofu sem glíma nú við bilanir í skólpkerfum sínum heldur listamenn er keppast við að setja upp sýningu á vegum Hönnunarmars. Langt er síðan salernunum var rudd út en húsnæðið er illa nýtt – nema fyrir einstaka listasýningar eins og nú. Mörg okkar þekkjum við það að hafa með bók á salernið - en hópurinn á bak við Dulkápuna ætlar að fara heldur nýstárlegri leið með þá athöfn. Seinna í dag opnar nefnilega í Núllinu sýning Dulkápunnar, sem er hópur ungs listafólks er ætlar að ráðast í varðveislu og skrásetningu svokallaðra bókverka. „Það eru bækur eða einhvers konar ritefni sem er oft óaðgengileg fólki þar sem þau flokkast undir listaverk,“ útskýrir Guðrún Heiður Ísaksdóttir sem auk þess að vera ein þeirra er mannar Dulkápu-hópinn verður líka með verk á sýningunni. „Þess vegna fannst okkur mikilvægt að skapa gagnagrunn sem fólk gæti skoðað. Það er Dulkápan – netsíða sem leggur sig fram við að skrásetja svona verk“. Hópurinn er í samstarfi við Nýlistasafnið, Listaháskólann sem skaffar verk fyrir sýninguna og síðuna. Á Dulkapan.net verður einnig vettvangur fyrir núlifandi listamenn til þess að koma nýjum bókverkum sínum á framfæri. Það á líka við grafíska hönnuði sem kannski hafa ekki framleidd prentaðar útgáfur af verkum sínum.Gestir með plasthanska?Á sýningunni á eftir verður að finna verk frá öllum tímum. Það elsta frá 1938. „Það hefur verið heima hjá ömmu minni í marga áratugi. Það er eftir þýskan listamann sem hét Kurt Zier. Hann var skólastjóri Mynda- og handlistarskólans lengi.“ En hversu viðkvæm eru slík bókverk? Til dæmis í þeim tilfellum sem aðeins er til eitt eintak? Verða gestir að skoða verkin með plasthönskum? „Við hugsuðum út í það en hættum við það. Við völdum frekar verk sem má snerta með höndunum. Auk þess sem fólk kemst á síðuna okkar á sýningunni sjálfri. Við höfum reyndar verið að hugsa um það að halda seinna sérstaka hanska-sýningu – þar sem fólki verður boðið að skoða viðkvæmari verkin“. Sýningin er haldin á gamla kvennaklósettinu, þeim megin við Bankastræti sem er nær úti taflborðinu. Þar sem það er ekki gefið leyfið fyrir því að vera með einhvers konar neðanjarðarstarfssemi svo nálægt Stjórnarráði Íslands. Á meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru Dieter Roth, Halldór Sturluson, Sveinn Benediktsson, Gunnhildur Helgadóttir, Halldór Ásgeirsson, Sigurður Atli Sigurðsson og Ragnhildur Jóhannsdóttir. Sýning opnar kl. 18 á eftir. Aðgangur er ókeypis. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband sýngarinnar.Hönnunarmars er á næsta leiti, styttist í opnun. #designmarch#reykjavikloves#visitreykjavikPosted by Dulkápan on Monday, March 7, 2016
HönnunarMars Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira