Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 73-71 | Stjarnan hirti annað sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ásgarði skrifar 10. mars 2016 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan náði sínum besta árangri í deildarkeppni frá upphafi með því að tryggja sér annað sæti Domino's-deildar karla með sigri á Keflavík á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn nýttu lengst af skotin sín afar illa í kvöld. Keflavík leiddi lengst af en náði aldrei að nýta sér tækifærið og stinga af. Garðbæingar stigu svo upp á hárréttum tíma undir lok leiksins, spiluðu góða vörn og náðu að loka á Keflvíkinga í síðustu sóknunum. Marvin Valdimarsson kláraði svo leikinn endanlega af vítalínunni þegar lítið var eftir. Sigur Stjörnumanna er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að liðið hitti skelfilega í kvöld (38%) og þá sérstaklega framan af leik. En öflugur varnarleikur gerði mikið fyrir þá bláklæddu í kvöld auk þess sem að lykilmenn náðu að stíga upp á hárréttum tíma í lok leiksins. Al'lonzo Coleman var með 24 stig og sá eini sem komst yfir 20 stig í kvöld. Nýtingin hans var þó langt í frá jafn góð og oft áður (8/21), rétt eins og hjá Justin Shouse (13 stig, 5/14). Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson settu þó niður mikilvægar körfur. Sóknarleikur Keflavíkur hefur að sama skapi oft verið mun betri í kvöld. Liðið tapaði 15 boltum, rétt eins og Stjarnan, og Valur Orri Valsson klikkaði á öllum átta skotum sínum í kvöld og endaði stigalaus. Magnús Már Traustason átti þó frábæran leik og leiddi sína menn með átján stigum (8/11 í skotum). Hill (14 stig) spilaði einnig vel á löngum köflum, sérstaklega í vörn, og var gaman að fylgjast með baráttu hans gegn Coleman. Leikurinn byrjaði ótrúlega. Bæði lið voru afar lengi að hitna og Stjörnumenn hittu reyndar úr aðeins þremur af 20 skotum sínum í fyrsta leikhluta. Þetta var skömminni skárra hjá gestunum sem leiddu með átta stigum að honum loknum, 18-10. Það var í raun stórfurðulegt að sjá til heimamanna í fyrsta leikhlutanum. Stjarnan náði sex sóknarfráköstunum en svo virtist sem að boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í. Marvin Valdimarsson opnaði svo annan leikhlutann á þriggja stiga körfu og eftir að það komst smá skrið á liðið fór að ganga betur. Meiri harka og ákefð í varnarleiknum hægði líka á Keflavík sem rétt svo náði að hanga á naumri forystu áður en fyrri hálfleik lauk, 36-34. Stjörnumenn voru seinir í gang í síðari hálfleik líka sem hófst á því að Jerome Hill náði að loka ágætlega á Al'lonzo Coleman. Stóri maðurinn hjá Stjörnunni hélt þó áfram að láta finna fyrir sér og var jafnræði með liðunum eftir því sem leið á síðari hálfleikinn, þó svo að Keflavík hafi oftast verið skrefinu á undan. Garðbæingar voru enn að skjóta illa í upphafi fjórða leikhluta en samt sem áður náði Keflavík ekki að færa sér það í nyt. Og fyrir það var þeim refsað þegar Stjarnan náði loks að spila góða sókn undir körfunni. Það dugði til að komast yfir á hárréttum tíma og halda forystunni allt til loka. Stjörnumenn geta fyrst og fremst þakkað góðum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld, ekki síst í blálokin þegar Hill var stöðvaður á lykilaugnabliki. En Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt, skotnýtingin var ekki góð og liðið tapaði boltanum nokkrum sinnum þegar það mátti minnst við því. Bæði lið fara nú í þrælerfiðar rimmur í úrslitakeppninni þar sem mun reyna á þau. Þá er viðbúið að lið muni refsa þeim fyrir jafn slæma skotnýtingu og þau sýndu í kvöld.Stjarnan-Keflavík 73-71 (10-18, 24-18, 17-21, 22-14)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 15, Justin Shouse 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Sæmundur Valdimarsson 3/8 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Tómas Þórður Hilmarsson 0/4 fráköst.Keflavík: Magnús Már Traustason 18/7 fráköst, Jerome Hill 14/11 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 11/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 2, Valur Orri Valsson 0/5 stoðsendingar.Hrafn: Eins og farsi með Dario Fo Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sína menn þrátt fyrir að liðið hafi byrjað illa í leiknum og hitt skelfilega illa, sérstaklega í fyrsta leikhluta. „Það er það skemmtilega við þessa íþrótt. Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu. Ég var farinn að hlæja og gráta í senn yfir fyrsta leikhlutanum. Þetta var eins og farsi með Dario Fo. En við unnum okkur út úr því og reynsla nokkurra leikmanna skein í gegn í lokin,“ sagði Hrafn eftir leikinn í kvöld. Hann hefur ekki áhyggjur af stöðu liðsins þrátt fyrir hversu illa það hafi gengið að skjóta framan af leiknum í kvöld. „Ég held að þetta hafi ekki verið raunstaða á liðinu. Við vorum búnir að byggja okkur mikið upp. Kannski mikluðu leikmenn það fyrir sér að spila svo mikilvægan leik en þá er það bara frá.“ „Mér finnst ágætt að það séu enn hlutir sem við getum bætt í okkar leik.“ „En varnarleikurinn var góður. Það var margt að gerast, alls konar atriði sem við höfum verið að æfa í allan vetur. Þegar það gerist ósjálfrátt þegar leikmenn eru dauðþreyttir þá er eitthvað að virka. Þá er þetta komið í undirmeðvitundina og það var mjög ljúft að sjá það.“ Hann segir að það hafi verið afar mikilvægt að ná öðru sætinu í deildinni. „Það skiptir gríðarlegu miklu að fá heimavallarrétt í fyrstu tveimur umferðirnar að minnsta kosti. Njarðvíkingarnir verða þó dúndurerfiðir en bara það að vera búnir að búa sér í haginn er góð tilfinning.“Sigurður: Tókum slæmar ákvarðanir Sigurður Ingimundarson segir að hans menn í Keflavík hafi misst tök á góðri stöðu í leiknum þegar lítið var eftir af honum. „Við leiddum allan leikinn og tókum slæmar ákvarðanir á köflum. Við vorum að gera óþarfa mistök,“ sagði Sigurður sem hrósaði þó báðum liðum fyrir að spila góðan varnarleik. „Við hittum illa í allt kvöld og nokkrir sem hafa skorað vanalega mikið fyrir okkur hittu ekki í kvöld. Valur skoraði til dæmis ekki og það voru nokkrir leikmenn sem voru ekki upp á sitt besta í sókninni að þessu sinni. Við verðum að taka á því.“ Hann vildi lítið tjá sig um rimmuna gegn Tindastóli í úrslitakeppninni enda leikurinn gegn Stjörnunni rétt nýbúinn. „Við vorum að klára þetta mót og náðum því miður ekki öðru sætinu. En við lendum þó í þriðja sæti eftir að hafa verið spáð miklu neðar í haust. Við erum því sæmilega sáttir.“ „Þrátt fyrir tapið í kvöld höfum við gert ýmislegt vel og við ætlum að byrja á því að fara yfir það. Svo skoðum við úrslitakeppnina í rólegheitum en við ætlum okkur að fara þangað og gera eins vel og við getum.“Hill mætir Tindastóli: Þið viljið ekki missa af þessu Það kom í ljós í kvöld að Keflavík mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Jerome Hill, miðherji Keflavíkur, hóf tímabilið með Tindastóli en var sagt upp þar. Stuttu síðar samdi hann við Keflavík, sem tapaði fyrir Stjörnunni í spennandi leik í kvöld. „Við spiluðum góða vörn en þetta var bara ekki nóg. Við þurftum meira í lokin,“ sagði Hill eftir leikinn en hann var eðlilega svekktur með frammistöðu kvöldsins en Keflavík missti þar með af öðru sæti deildarinnar. „En ég hrósa þeim. Coleman spilaði frábæra vörn og þó svo að Shouse sé lítill þá er hann út um allt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.“ Hann segir að þrátt fyrir tapið sé Keflavík vel stemmt fyrir úrslitakeppninni og á góðum stað. Hill fagnaði því sérstaklega vel að fá Tindastól í 8-liða úrslitunum. „Við viljum fá annan leik gegn þeim. Við spiluðum illa gegn þeim í fyrri hálfleik síðast þegar við mættumst en það sáu allir hvað við gátum í seinni hálfleik. Ég held að við getum unnið þá.“ Hill hóf tímabilið hjá Tindastóli en var sagt upp um mitt tímabil. Hann fór þá til Keflavíkur. „Þegar ég heyrði að við fengum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá - mikið.“ Hann segir að honum þyki vænt um Tindastól - alla leikmenn og formanninn. Ekki síst stuðningsmennina. En honum samdi ekki vel við þjálfarann Jou Costa. „Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vill vera.“ „En þjálfarinn, maður. Það var illt á milli okkar. En þetta verður gaman. Þið viljið ekki missa af þessu.“Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira
Stjarnan náði sínum besta árangri í deildarkeppni frá upphafi með því að tryggja sér annað sæti Domino's-deildar karla með sigri á Keflavík á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn nýttu lengst af skotin sín afar illa í kvöld. Keflavík leiddi lengst af en náði aldrei að nýta sér tækifærið og stinga af. Garðbæingar stigu svo upp á hárréttum tíma undir lok leiksins, spiluðu góða vörn og náðu að loka á Keflvíkinga í síðustu sóknunum. Marvin Valdimarsson kláraði svo leikinn endanlega af vítalínunni þegar lítið var eftir. Sigur Stjörnumanna er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að liðið hitti skelfilega í kvöld (38%) og þá sérstaklega framan af leik. En öflugur varnarleikur gerði mikið fyrir þá bláklæddu í kvöld auk þess sem að lykilmenn náðu að stíga upp á hárréttum tíma í lok leiksins. Al'lonzo Coleman var með 24 stig og sá eini sem komst yfir 20 stig í kvöld. Nýtingin hans var þó langt í frá jafn góð og oft áður (8/21), rétt eins og hjá Justin Shouse (13 stig, 5/14). Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson settu þó niður mikilvægar körfur. Sóknarleikur Keflavíkur hefur að sama skapi oft verið mun betri í kvöld. Liðið tapaði 15 boltum, rétt eins og Stjarnan, og Valur Orri Valsson klikkaði á öllum átta skotum sínum í kvöld og endaði stigalaus. Magnús Már Traustason átti þó frábæran leik og leiddi sína menn með átján stigum (8/11 í skotum). Hill (14 stig) spilaði einnig vel á löngum köflum, sérstaklega í vörn, og var gaman að fylgjast með baráttu hans gegn Coleman. Leikurinn byrjaði ótrúlega. Bæði lið voru afar lengi að hitna og Stjörnumenn hittu reyndar úr aðeins þremur af 20 skotum sínum í fyrsta leikhluta. Þetta var skömminni skárra hjá gestunum sem leiddu með átta stigum að honum loknum, 18-10. Það var í raun stórfurðulegt að sjá til heimamanna í fyrsta leikhlutanum. Stjarnan náði sex sóknarfráköstunum en svo virtist sem að boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í. Marvin Valdimarsson opnaði svo annan leikhlutann á þriggja stiga körfu og eftir að það komst smá skrið á liðið fór að ganga betur. Meiri harka og ákefð í varnarleiknum hægði líka á Keflavík sem rétt svo náði að hanga á naumri forystu áður en fyrri hálfleik lauk, 36-34. Stjörnumenn voru seinir í gang í síðari hálfleik líka sem hófst á því að Jerome Hill náði að loka ágætlega á Al'lonzo Coleman. Stóri maðurinn hjá Stjörnunni hélt þó áfram að láta finna fyrir sér og var jafnræði með liðunum eftir því sem leið á síðari hálfleikinn, þó svo að Keflavík hafi oftast verið skrefinu á undan. Garðbæingar voru enn að skjóta illa í upphafi fjórða leikhluta en samt sem áður náði Keflavík ekki að færa sér það í nyt. Og fyrir það var þeim refsað þegar Stjarnan náði loks að spila góða sókn undir körfunni. Það dugði til að komast yfir á hárréttum tíma og halda forystunni allt til loka. Stjörnumenn geta fyrst og fremst þakkað góðum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld, ekki síst í blálokin þegar Hill var stöðvaður á lykilaugnabliki. En Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt, skotnýtingin var ekki góð og liðið tapaði boltanum nokkrum sinnum þegar það mátti minnst við því. Bæði lið fara nú í þrælerfiðar rimmur í úrslitakeppninni þar sem mun reyna á þau. Þá er viðbúið að lið muni refsa þeim fyrir jafn slæma skotnýtingu og þau sýndu í kvöld.Stjarnan-Keflavík 73-71 (10-18, 24-18, 17-21, 22-14)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 15, Justin Shouse 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Sæmundur Valdimarsson 3/8 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Tómas Þórður Hilmarsson 0/4 fráköst.Keflavík: Magnús Már Traustason 18/7 fráköst, Jerome Hill 14/11 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 11/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 2, Valur Orri Valsson 0/5 stoðsendingar.Hrafn: Eins og farsi með Dario Fo Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sína menn þrátt fyrir að liðið hafi byrjað illa í leiknum og hitt skelfilega illa, sérstaklega í fyrsta leikhluta. „Það er það skemmtilega við þessa íþrótt. Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu. Ég var farinn að hlæja og gráta í senn yfir fyrsta leikhlutanum. Þetta var eins og farsi með Dario Fo. En við unnum okkur út úr því og reynsla nokkurra leikmanna skein í gegn í lokin,“ sagði Hrafn eftir leikinn í kvöld. Hann hefur ekki áhyggjur af stöðu liðsins þrátt fyrir hversu illa það hafi gengið að skjóta framan af leiknum í kvöld. „Ég held að þetta hafi ekki verið raunstaða á liðinu. Við vorum búnir að byggja okkur mikið upp. Kannski mikluðu leikmenn það fyrir sér að spila svo mikilvægan leik en þá er það bara frá.“ „Mér finnst ágætt að það séu enn hlutir sem við getum bætt í okkar leik.“ „En varnarleikurinn var góður. Það var margt að gerast, alls konar atriði sem við höfum verið að æfa í allan vetur. Þegar það gerist ósjálfrátt þegar leikmenn eru dauðþreyttir þá er eitthvað að virka. Þá er þetta komið í undirmeðvitundina og það var mjög ljúft að sjá það.“ Hann segir að það hafi verið afar mikilvægt að ná öðru sætinu í deildinni. „Það skiptir gríðarlegu miklu að fá heimavallarrétt í fyrstu tveimur umferðirnar að minnsta kosti. Njarðvíkingarnir verða þó dúndurerfiðir en bara það að vera búnir að búa sér í haginn er góð tilfinning.“Sigurður: Tókum slæmar ákvarðanir Sigurður Ingimundarson segir að hans menn í Keflavík hafi misst tök á góðri stöðu í leiknum þegar lítið var eftir af honum. „Við leiddum allan leikinn og tókum slæmar ákvarðanir á köflum. Við vorum að gera óþarfa mistök,“ sagði Sigurður sem hrósaði þó báðum liðum fyrir að spila góðan varnarleik. „Við hittum illa í allt kvöld og nokkrir sem hafa skorað vanalega mikið fyrir okkur hittu ekki í kvöld. Valur skoraði til dæmis ekki og það voru nokkrir leikmenn sem voru ekki upp á sitt besta í sókninni að þessu sinni. Við verðum að taka á því.“ Hann vildi lítið tjá sig um rimmuna gegn Tindastóli í úrslitakeppninni enda leikurinn gegn Stjörnunni rétt nýbúinn. „Við vorum að klára þetta mót og náðum því miður ekki öðru sætinu. En við lendum þó í þriðja sæti eftir að hafa verið spáð miklu neðar í haust. Við erum því sæmilega sáttir.“ „Þrátt fyrir tapið í kvöld höfum við gert ýmislegt vel og við ætlum að byrja á því að fara yfir það. Svo skoðum við úrslitakeppnina í rólegheitum en við ætlum okkur að fara þangað og gera eins vel og við getum.“Hill mætir Tindastóli: Þið viljið ekki missa af þessu Það kom í ljós í kvöld að Keflavík mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Jerome Hill, miðherji Keflavíkur, hóf tímabilið með Tindastóli en var sagt upp þar. Stuttu síðar samdi hann við Keflavík, sem tapaði fyrir Stjörnunni í spennandi leik í kvöld. „Við spiluðum góða vörn en þetta var bara ekki nóg. Við þurftum meira í lokin,“ sagði Hill eftir leikinn en hann var eðlilega svekktur með frammistöðu kvöldsins en Keflavík missti þar með af öðru sæti deildarinnar. „En ég hrósa þeim. Coleman spilaði frábæra vörn og þó svo að Shouse sé lítill þá er hann út um allt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.“ Hann segir að þrátt fyrir tapið sé Keflavík vel stemmt fyrir úrslitakeppninni og á góðum stað. Hill fagnaði því sérstaklega vel að fá Tindastól í 8-liða úrslitunum. „Við viljum fá annan leik gegn þeim. Við spiluðum illa gegn þeim í fyrri hálfleik síðast þegar við mættumst en það sáu allir hvað við gátum í seinni hálfleik. Ég held að við getum unnið þá.“ Hill hóf tímabilið hjá Tindastóli en var sagt upp um mitt tímabil. Hann fór þá til Keflavíkur. „Þegar ég heyrði að við fengum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá - mikið.“ Hann segir að honum þyki vænt um Tindastól - alla leikmenn og formanninn. Ekki síst stuðningsmennina. En honum samdi ekki vel við þjálfarann Jou Costa. „Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vill vera.“ „En þjálfarinn, maður. Það var illt á milli okkar. En þetta verður gaman. Þið viljið ekki missa af þessu.“Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira