Myndbönd af nöktum mönnum í Laugardalslaug birt á fjölsóttri klámsíðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2016 10:05 Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir. vísir/gva Myndbönd sem sýna þrjá nakta unga karlmenn í búningsklefa Laugardalslaugar voru sett inn á klámsíðu, eina af fjölsóttustu vefsíðum í heimi, í síðustu viku. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir símanotkun í búningsklefum vandamál og starfsfólk fái reglulega yfir sig skít og skammir þegar það gerir athugasemdir við símanotkun. Málið er ekki komið inn á borð hjá lögreglu.DV greindi frá málinu í morgun en miðillinn hefur myndböndin undir höndum. Þau eru greinilega tekin á farsíma í klefanum og virðist einn hinna þriggju það ungur að mögulegt er að hann sé undir lögaldri. Sá sem setti inn myndbandið segist vera búsettur í Reykjavík og frá Íslandi.Eftirlit með farsímanotkun erfið „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ segir Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi. Vísar hann til þess að snjallsímar séu orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð. Hann segir flesta þá sem taki upp símana í klefanum ekki gera það í neinum annarlegum tilgangi. Fólk rífi bara upp símana og svari þegar þeir hringi. Hins vegar megi öllum vera ljóst, í ljósi merkinga á svæðinu að notkun sé bönnuð í klefunum. Viðbrögð gesta séu hins vegar misgóð og reglulega alls ekki góð. „Starfsfólkið fær yfir sig skít og skammir,“ segir Logi. Eftirlitinu sé erfitt að framfylgja enda svæðið stórt og mikill fjöldi.Tók myndbönd af sex ára stelpum á klósetti „Ef við höfum grun um að eitthvað sé í gangi þá biðja starfsmenn um að fá að sjá símann og skoða hvort myndir hafi verið teknar. Ef menn streitast á móti er málið tekið til lögreglu,“ segir Logi. Alvarlegasta dæmið sem komið hafi upp í tengslum við farsímanotkun snúi að ítölskum ferðamanni sem var gripinn á kvennaklósetti þar sem hann tók myndbönd undir skilrúm af sex ára stelpum. „Þá var framkvæmd borgaraleg handtaka, sem var á gráu svæði. Það var bara svo augljóst að menn gátu ekki látið það framhjá sér fara,“ segir Logi. Ferðamaðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. „Það þarf að biðla til fólks að vera vakandi fyrir þessu sjálft og passa sig á notkuninni. 99 prósent þeirra sem taka upp síma eru ekki að því af illum kvötum heldur fatta þetta bara ekki,“ segir Logi.Eftirlitsmyndavélar úti um allt Eðli málsins samkvæmt eru engar eftirlitsmyndavélar inni í klefunum og því borin von að komast að því hver tók myndböndin, nema lögreglu takist að gera það með að rannsaka reikning þess sem setti myndböndin inn á klámsíðuna. Eftirlitsmyndavélar eru þó úti um allt í Laugardalslaug og myndar gesti allt frá því þeir mæta á svæðið og fara inn í klefann, og svo aftur úti á sundlaugasvæðinu. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir málið ekki komið inn á þeirra borð. Ef um Íslendinga er að ræða, sem þekkist á myndbandinu, megi reikna með því að málið rati til lögreglu sem muni skoða málið. Sundlaugar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Myndbönd sem sýna þrjá nakta unga karlmenn í búningsklefa Laugardalslaugar voru sett inn á klámsíðu, eina af fjölsóttustu vefsíðum í heimi, í síðustu viku. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir símanotkun í búningsklefum vandamál og starfsfólk fái reglulega yfir sig skít og skammir þegar það gerir athugasemdir við símanotkun. Málið er ekki komið inn á borð hjá lögreglu.DV greindi frá málinu í morgun en miðillinn hefur myndböndin undir höndum. Þau eru greinilega tekin á farsíma í klefanum og virðist einn hinna þriggju það ungur að mögulegt er að hann sé undir lögaldri. Sá sem setti inn myndbandið segist vera búsettur í Reykjavík og frá Íslandi.Eftirlit með farsímanotkun erfið „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ segir Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi. Vísar hann til þess að snjallsímar séu orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð. Hann segir flesta þá sem taki upp símana í klefanum ekki gera það í neinum annarlegum tilgangi. Fólk rífi bara upp símana og svari þegar þeir hringi. Hins vegar megi öllum vera ljóst, í ljósi merkinga á svæðinu að notkun sé bönnuð í klefunum. Viðbrögð gesta séu hins vegar misgóð og reglulega alls ekki góð. „Starfsfólkið fær yfir sig skít og skammir,“ segir Logi. Eftirlitinu sé erfitt að framfylgja enda svæðið stórt og mikill fjöldi.Tók myndbönd af sex ára stelpum á klósetti „Ef við höfum grun um að eitthvað sé í gangi þá biðja starfsmenn um að fá að sjá símann og skoða hvort myndir hafi verið teknar. Ef menn streitast á móti er málið tekið til lögreglu,“ segir Logi. Alvarlegasta dæmið sem komið hafi upp í tengslum við farsímanotkun snúi að ítölskum ferðamanni sem var gripinn á kvennaklósetti þar sem hann tók myndbönd undir skilrúm af sex ára stelpum. „Þá var framkvæmd borgaraleg handtaka, sem var á gráu svæði. Það var bara svo augljóst að menn gátu ekki látið það framhjá sér fara,“ segir Logi. Ferðamaðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. „Það þarf að biðla til fólks að vera vakandi fyrir þessu sjálft og passa sig á notkuninni. 99 prósent þeirra sem taka upp síma eru ekki að því af illum kvötum heldur fatta þetta bara ekki,“ segir Logi.Eftirlitsmyndavélar úti um allt Eðli málsins samkvæmt eru engar eftirlitsmyndavélar inni í klefunum og því borin von að komast að því hver tók myndböndin, nema lögreglu takist að gera það með að rannsaka reikning þess sem setti myndböndin inn á klámsíðuna. Eftirlitsmyndavélar eru þó úti um allt í Laugardalslaug og myndar gesti allt frá því þeir mæta á svæðið og fara inn í klefann, og svo aftur úti á sundlaugasvæðinu. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir málið ekki komið inn á þeirra borð. Ef um Íslendinga er að ræða, sem þekkist á myndbandinu, megi reikna með því að málið rati til lögreglu sem muni skoða málið.
Sundlaugar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira