Trópískur flótti frá skammdeginu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2016 09:30 Innblásturinn að munstrunum sótti Tanja í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Vísir/Vilhelm Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira