Trópískur flótti frá skammdeginu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2016 09:30 Innblásturinn að munstrunum sótti Tanja í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Vísir/Vilhelm Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira