Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 18:59 „Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns. Flóttamenn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns.
Flóttamenn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira