Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 18:59 „Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns. Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns.
Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira