Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 14:16 Vísir Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira