Handprjónasambandið miður sín yfir lopapeysu sem borgarstjóri Chicago fékk að gjöf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 12:26 Rahm virtist vera sáttur með lopapeysuna en Handprjónasambandið er miður sín yfir málinu. Mynd/Vísir Handprjónasamband Íslands hefur sent frá tilkynningu vegna lopapeysu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær en Vísir greindi frá gjöfinni. Peysan er ný hönnun frá fyrirtækinu 66° Norður en Icelandair gaf borgarstjóranum peysuna. Peysan heitir Grímsey og kostar samkvæmt vef 66° Norður 33 þúsund krónur. Í tilkynningu Handprjónasambandsins vegna peysunnar segir: „Við hjá Handprjónasambandi Íslands erum miður okkar yfir þessari sjón. Svona flík myndi aldrei vera boðin til sölu í okkar verslunum. Handprjónasambandið leggur metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ Þá segir jafnframt að fróðlegt væri að vita hvort ráðherra iðnaðarmála hefði kannað uppruna peysunnar sem hún færði borgarstjóranum en Handprjónasambandið „hefur margoft bent á nauðsyn þess að setja reglur um uppruna iðnaðarvara. Flestir ferðamenn vilja kaupa vörur frá Íslandi og þá sérstaklega lopapeysuna og annað handprjónað úr íslenskri ull. Því miður höfum við ekkert nema okkar eigin orð fyrir því að lopapeysurnar okkar sé prjónaðar hér á landi; það vantar opinbert upprunavottorð og þegar/ef það kemur þarf að fylgja þvi eftir svo það verði ekki misnotað,“ eins og segir í tilkynningunni.Fleiri virðast lítt hrifnir af peysunni og hafa fjölmargir tjáð sig um málið á Facebook, eins og sjá má á færslunum hér að neðan.Fékk smágerði borgarstjóri Chicago allt of stóra lopapeysu? Hálsmálið virðist henta elg.Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Thursday, 17 March 2016 Hvað er með þetta hálsmál? Getur þessi "ráðherra" ekki gert neitt rétt?Posted by Margrét Tryggvadóttir on Friday, March 18, 2016 Veslings maðurinn. Forljót peysa, með hálsmál fyrir fíl og fimm númerum of stór. Ragnheiður Elín ekki unnið heimavinnuna sína, eina ferðina enn ...Posted by Einar Steingrimsson on Thursday, 17 March 2016 Ja hérna hér. Hvað er í gangi? Er ekki við hæfi að ráðamenn og konur leiti sér ráðgjafar þegar lopapeysa er versluð.Posted by Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir on Friday, March 18, 2016 Þetta er hörmungin ein...kínverku prjónakonurnar ekki alveg skilið uppskriftina? Skammarlegt fyrir 66grN og ráðherrann :(Posted by Snjáfríður Árnadóttir on Friday, March 18, 2016 Er að spá í að skella í eina á kallgreyið og senda honum afsökunarbréf.Posted by Guðrún Björg Guðjónsdóttir on Friday, March 18, 2016 Þetta er nú til skammar að gefa svona peysu með svona hrikalegt hálsmál hverslags vinnubrögð eru þetta eiginlega eg ætla að vona að einhver taki að ser að laga þetta .Posted by Dagný Stefánsdóttir on Friday, March 18, 2016 Er ekki viss um hvort höfuð borgarstjórans komist í gegnum hálsmálið á þessari íslensku lopapeysu! Ef þetta á að vera að...Posted by Sigrún Jónsdóttir on Friday, March 18, 2016 Ætli þetta sé gamla Icelandair peysan! Virkar eins og tjald.Posted by Ella Magga Sæmunds on Friday, March 18, 2016 Fail dagsins: Var ekki hægt að googla mannin og sjá að hann væri ekki XXL maður og kaupa lopapeysu í réttri stærð?Posted by Dagbjört Brynjarsdóttir on Friday, March 18, 2016 Af hverju hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfi til að bera út slíkan óhróður um íslenskt handverk erlendis eins og...Posted by Sigridur Thorarensen on Friday, March 18, 2016 getur einhver gefið skýringu á hvað svona dula táknar sem gjöf - auðsjáanlegt er að ekki er ætlast til að neinn venjulegur maður klæðist þessuPosted by Guðlaug Birgisdóttir on Friday, March 18, 2016 Tengdar fréttir Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 1. júní 2012 07:00 Vilja að lopapeysurnar séu prjónaðar á Íslandi Verkalýðsfélagið Framsýn íhugar að óska eftir upplýsingum frá íslenskum aðilum sem láta framleiða íslenskar lopapeysur í Kína til þess að selja á Íslandi. Óskað verður eftir upplýsingum um kjör og aðbúnað fólksins í Kína sem framleiðir lopapeysurnar fyrir markaðinn á Íslandi. Á vef Framsýnar segir að Kínverjar hafi fram að þessu ekki verið þekktir fyrir góð launakjör eða aðbúnað verkafólks, sé tekið mið af því sem gerist á Íslandi. 2. júlí 2012 08:52 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Handprjónasamband Íslands hefur sent frá tilkynningu vegna lopapeysu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær en Vísir greindi frá gjöfinni. Peysan er ný hönnun frá fyrirtækinu 66° Norður en Icelandair gaf borgarstjóranum peysuna. Peysan heitir Grímsey og kostar samkvæmt vef 66° Norður 33 þúsund krónur. Í tilkynningu Handprjónasambandsins vegna peysunnar segir: „Við hjá Handprjónasambandi Íslands erum miður okkar yfir þessari sjón. Svona flík myndi aldrei vera boðin til sölu í okkar verslunum. Handprjónasambandið leggur metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér.“ Þá segir jafnframt að fróðlegt væri að vita hvort ráðherra iðnaðarmála hefði kannað uppruna peysunnar sem hún færði borgarstjóranum en Handprjónasambandið „hefur margoft bent á nauðsyn þess að setja reglur um uppruna iðnaðarvara. Flestir ferðamenn vilja kaupa vörur frá Íslandi og þá sérstaklega lopapeysuna og annað handprjónað úr íslenskri ull. Því miður höfum við ekkert nema okkar eigin orð fyrir því að lopapeysurnar okkar sé prjónaðar hér á landi; það vantar opinbert upprunavottorð og þegar/ef það kemur þarf að fylgja þvi eftir svo það verði ekki misnotað,“ eins og segir í tilkynningunni.Fleiri virðast lítt hrifnir af peysunni og hafa fjölmargir tjáð sig um málið á Facebook, eins og sjá má á færslunum hér að neðan.Fékk smágerði borgarstjóri Chicago allt of stóra lopapeysu? Hálsmálið virðist henta elg.Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Thursday, 17 March 2016 Hvað er með þetta hálsmál? Getur þessi "ráðherra" ekki gert neitt rétt?Posted by Margrét Tryggvadóttir on Friday, March 18, 2016 Veslings maðurinn. Forljót peysa, með hálsmál fyrir fíl og fimm númerum of stór. Ragnheiður Elín ekki unnið heimavinnuna sína, eina ferðina enn ...Posted by Einar Steingrimsson on Thursday, 17 March 2016 Ja hérna hér. Hvað er í gangi? Er ekki við hæfi að ráðamenn og konur leiti sér ráðgjafar þegar lopapeysa er versluð.Posted by Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir on Friday, March 18, 2016 Þetta er hörmungin ein...kínverku prjónakonurnar ekki alveg skilið uppskriftina? Skammarlegt fyrir 66grN og ráðherrann :(Posted by Snjáfríður Árnadóttir on Friday, March 18, 2016 Er að spá í að skella í eina á kallgreyið og senda honum afsökunarbréf.Posted by Guðrún Björg Guðjónsdóttir on Friday, March 18, 2016 Þetta er nú til skammar að gefa svona peysu með svona hrikalegt hálsmál hverslags vinnubrögð eru þetta eiginlega eg ætla að vona að einhver taki að ser að laga þetta .Posted by Dagný Stefánsdóttir on Friday, March 18, 2016 Er ekki viss um hvort höfuð borgarstjórans komist í gegnum hálsmálið á þessari íslensku lopapeysu! Ef þetta á að vera að...Posted by Sigrún Jónsdóttir on Friday, March 18, 2016 Ætli þetta sé gamla Icelandair peysan! Virkar eins og tjald.Posted by Ella Magga Sæmunds on Friday, March 18, 2016 Fail dagsins: Var ekki hægt að googla mannin og sjá að hann væri ekki XXL maður og kaupa lopapeysu í réttri stærð?Posted by Dagbjört Brynjarsdóttir on Friday, March 18, 2016 Af hverju hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfi til að bera út slíkan óhróður um íslenskt handverk erlendis eins og...Posted by Sigridur Thorarensen on Friday, March 18, 2016 getur einhver gefið skýringu á hvað svona dula táknar sem gjöf - auðsjáanlegt er að ekki er ætlast til að neinn venjulegur maður klæðist þessuPosted by Guðlaug Birgisdóttir on Friday, March 18, 2016
Tengdar fréttir Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 1. júní 2012 07:00 Vilja að lopapeysurnar séu prjónaðar á Íslandi Verkalýðsfélagið Framsýn íhugar að óska eftir upplýsingum frá íslenskum aðilum sem láta framleiða íslenskar lopapeysur í Kína til þess að selja á Íslandi. Óskað verður eftir upplýsingum um kjör og aðbúnað fólksins í Kína sem framleiðir lopapeysurnar fyrir markaðinn á Íslandi. Á vef Framsýnar segir að Kínverjar hafi fram að þessu ekki verið þekktir fyrir góð launakjör eða aðbúnað verkafólks, sé tekið mið af því sem gerist á Íslandi. 2. júlí 2012 08:52 Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 1. júní 2012 07:00
Vilja að lopapeysurnar séu prjónaðar á Íslandi Verkalýðsfélagið Framsýn íhugar að óska eftir upplýsingum frá íslenskum aðilum sem láta framleiða íslenskar lopapeysur í Kína til þess að selja á Íslandi. Óskað verður eftir upplýsingum um kjör og aðbúnað fólksins í Kína sem framleiðir lopapeysurnar fyrir markaðinn á Íslandi. Á vef Framsýnar segir að Kínverjar hafi fram að þessu ekki verið þekktir fyrir góð launakjör eða aðbúnað verkafólks, sé tekið mið af því sem gerist á Íslandi. 2. júlí 2012 08:52
Borgarstjóri Chicago fékk lopapeysu Rahm Emanuel tók í dag á móti lopapeysu úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 17. mars 2016 22:52