Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 62-92 | Snæfell slátraði Grindavík Stefán Árni Pálsson í Mustad-Höllinni í Grindavík skrifar 19. mars 2016 14:32 Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells. vísir/vilhelm Snæfell rúllaði yfir Grindavík, 92-62, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík. Heimastúlkur áttu aldrei möguleika í leiknum og því fór sem fór. Grindvíkingar komust yfir í upphafi leiks og var þá staðan 5-2. Mikil stemning var í herbúðum heimamanna en það slokknaði á henni fljótlega þegar Snæfellingar hrukku í gírinn. Fljótlega voru gestirnir komnir með fjórtán stiga forskot og staðan 24-10 fyrir Snæfell þegar fyrsti leikhlutinn var liðinn. Snæfell hélt áfram að uppteknum hætti í öðrum leikhluta og hélt áfram að keyra upp hraðan og auka við forskot sitt. Denise Palmer var ótrúleg í fyrri hálfleiknum og gerði 18 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Snæfellingar náðu mest 26 stiga forskoti í hálfleiknum, 48-22, og var leikur Grindvíkingar í molum. Snæfellingar skoruðu fimm fyrstu stig síðari hálfleiksins og það var ljósta alveg frá upphafi hálfleiksins að þær ætluðu ekkert að slaka á. Fljótlega var staðan orðin 57-30 fyrir Snæfell og leikurinn í raun búinn. Grindvíkingar réðu einfaldlega ekkert við hraðan hjá gestunum og keyrðu Snæfellingar bara yfir heimastúlkur í síðari hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar áttu aldrei möguleika og lauk leiknum með auðveldum sigri Snæfells, 92-62. Snæfell náði mest 32 stiga forskoti, 90-58, í fjórða leikhlutanum. Haiden Denise Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 23 stig, 15 fráköst og tíu stoðsendingar. Magnaðar tölur frá henni. Bryndís Guðmundsdóttir gerði 17 stig fyrir gestina. Í liði Grindvíkinga voru það Ingunn Embla Kristínardóttir og Whitney Michelle Frazier sem gerðu 15 stig hvor. Bryndís: Ætlum að toppa á réttum tímaBryndís í leik með Snæfellingum í vetur gegn Grindvíkingum.„Við komum bara svo ákveðnar til leiks og ætluðum að sýna hvað við getum í raun og veru,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, en hún skoraði 17 stig fyrir liðið í dag. „Við spiluðum svo rosalega góða vörn og það var það sem skóp þennan sigur. Við höfum ekki verið nægilega góðar undanfarið og þetta kom loksins í dag.“ Bryndís segir að liðið hafi spilað eins og það gerir best í dag. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og það skipti engu máli hver staðan væri, við vorum ekkert að fara hætta. Við erum að undirbúa okkur fyrir komandi átök og þurfum að vera góðar á réttum tíma.“ Daníel: Þurfum að mæta mun betur til leiks gegn KeflvíkingumDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Við hættum bara að vinna saman í upphafi leiksins og spiluðum virkilega slaka vörn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Þegar maður spilar svona varnarleik á móti eins sterku liði þá á maður aldrei séns,“ segir Daníel og segir að eins og staðan er í dag sé gæða munurinn á þessum liðum svona mikill. „Þetta snýst samt mikið um hvernig við mætum í leikina, þetta snýst ekkert alltaf um það hversu góður þú ert í körfubolta. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það hvernig við mættum í þennan leik.“ Hann segir að liðið þurfi að mæta allt öðruvísi til leiks gegn Keflavík í næstu umferð en það er algjör úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Ingi: Stelpurnar svöruðu því sem ég hef verið að kalla eftirIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Ég er mjög ánægður með stelpurnar og þær svöruðu því sem ég hef verið að kalla eftir,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Það var margt mjög jákvætt í þessum leik og mér finnst varnarfærslan hjá okkur alveg að koma. Þegar við mætum svona ákveðnar til leiks og þá gerast góðir hlutir.“ Ingi segist vera ánægður með alla leikmenn liðsins en þær komu allar við sögu í leiknum í dag. „Þegar við ætlum okkur góða hluti þá erum við erfiðar við að eiga. Við fengum framlag undir körfunni í dag og það hefur ekki gengið í langan tíma.“ Ingi segist vera klár í úrslitakeppnina en það sé samt sem áður einn leikur eftir í deildarkeppninni.Bein lýsing: Grindavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Snæfell rúllaði yfir Grindavík, 92-62, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík. Heimastúlkur áttu aldrei möguleika í leiknum og því fór sem fór. Grindvíkingar komust yfir í upphafi leiks og var þá staðan 5-2. Mikil stemning var í herbúðum heimamanna en það slokknaði á henni fljótlega þegar Snæfellingar hrukku í gírinn. Fljótlega voru gestirnir komnir með fjórtán stiga forskot og staðan 24-10 fyrir Snæfell þegar fyrsti leikhlutinn var liðinn. Snæfell hélt áfram að uppteknum hætti í öðrum leikhluta og hélt áfram að keyra upp hraðan og auka við forskot sitt. Denise Palmer var ótrúleg í fyrri hálfleiknum og gerði 18 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Snæfellingar náðu mest 26 stiga forskoti í hálfleiknum, 48-22, og var leikur Grindvíkingar í molum. Snæfellingar skoruðu fimm fyrstu stig síðari hálfleiksins og það var ljósta alveg frá upphafi hálfleiksins að þær ætluðu ekkert að slaka á. Fljótlega var staðan orðin 57-30 fyrir Snæfell og leikurinn í raun búinn. Grindvíkingar réðu einfaldlega ekkert við hraðan hjá gestunum og keyrðu Snæfellingar bara yfir heimastúlkur í síðari hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar áttu aldrei möguleika og lauk leiknum með auðveldum sigri Snæfells, 92-62. Snæfell náði mest 32 stiga forskoti, 90-58, í fjórða leikhlutanum. Haiden Denise Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 23 stig, 15 fráköst og tíu stoðsendingar. Magnaðar tölur frá henni. Bryndís Guðmundsdóttir gerði 17 stig fyrir gestina. Í liði Grindvíkinga voru það Ingunn Embla Kristínardóttir og Whitney Michelle Frazier sem gerðu 15 stig hvor. Bryndís: Ætlum að toppa á réttum tímaBryndís í leik með Snæfellingum í vetur gegn Grindvíkingum.„Við komum bara svo ákveðnar til leiks og ætluðum að sýna hvað við getum í raun og veru,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, en hún skoraði 17 stig fyrir liðið í dag. „Við spiluðum svo rosalega góða vörn og það var það sem skóp þennan sigur. Við höfum ekki verið nægilega góðar undanfarið og þetta kom loksins í dag.“ Bryndís segir að liðið hafi spilað eins og það gerir best í dag. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og það skipti engu máli hver staðan væri, við vorum ekkert að fara hætta. Við erum að undirbúa okkur fyrir komandi átök og þurfum að vera góðar á réttum tíma.“ Daníel: Þurfum að mæta mun betur til leiks gegn KeflvíkingumDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Við hættum bara að vinna saman í upphafi leiksins og spiluðum virkilega slaka vörn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Þegar maður spilar svona varnarleik á móti eins sterku liði þá á maður aldrei séns,“ segir Daníel og segir að eins og staðan er í dag sé gæða munurinn á þessum liðum svona mikill. „Þetta snýst samt mikið um hvernig við mætum í leikina, þetta snýst ekkert alltaf um það hversu góður þú ert í körfubolta. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það hvernig við mættum í þennan leik.“ Hann segir að liðið þurfi að mæta allt öðruvísi til leiks gegn Keflavík í næstu umferð en það er algjör úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Ingi: Stelpurnar svöruðu því sem ég hef verið að kalla eftirIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Ég er mjög ánægður með stelpurnar og þær svöruðu því sem ég hef verið að kalla eftir,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Það var margt mjög jákvætt í þessum leik og mér finnst varnarfærslan hjá okkur alveg að koma. Þegar við mætum svona ákveðnar til leiks og þá gerast góðir hlutir.“ Ingi segist vera ánægður með alla leikmenn liðsins en þær komu allar við sögu í leiknum í dag. „Þegar við ætlum okkur góða hluti þá erum við erfiðar við að eiga. Við fengum framlag undir körfunni í dag og það hefur ekki gengið í langan tíma.“ Ingi segist vera klár í úrslitakeppnina en það sé samt sem áður einn leikur eftir í deildarkeppninni.Bein lýsing: Grindavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira