Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2016 18:45 Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og ISAL. Hann telur ljóst að frekari sáttaumleitanir muni ekki bera árangur. Því hefur sáttasemjari lagt fram tillögu til lausnar málsins. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember 2014. Síðan deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, 15. apríl 2015, hafa verið haldnir 39 sáttafundir. Tvisvar sinnum hefur allsherjarverkfall verið boðað en hætt var við þau í bæði skiptin. Þá var um tíma yfirvinnubann í gildi og yfirstandandi er ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. „Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni. Því leggur ríkissáttasemjari tillöguna fram í samræmi við skyldur sínar til að miðla málum,“ segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna og fyrirtækið til atkvæðagreiðslu. Henni á að ljúka klukkan 16:00 þann 11. apríl. Í tilkynningunni segir að verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi verði lokið. Yfirstandandi vinnustöðvun verður frestað þar til atkvæðagreiðslunni verðu lokið. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka, verði tillagan samþykkt. Um er að ræða verkalýðsfélögin Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS. Hins vegar eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan, eða ISAL. „Samkomulag hefur náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði samningsins að undanskildu því hversu langt heimildir til verktöku á svæðinu skuli ná, en miðlun sáttasemjara nær m.a. til þess ágreinings. Í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur verður tillagan efnislega ekki kynnt öðrum en starfsmönnum og fyrirtækinu, fyrr en hún hefur verið samþykkt.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og ISAL. Hann telur ljóst að frekari sáttaumleitanir muni ekki bera árangur. Því hefur sáttasemjari lagt fram tillögu til lausnar málsins. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember 2014. Síðan deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, 15. apríl 2015, hafa verið haldnir 39 sáttafundir. Tvisvar sinnum hefur allsherjarverkfall verið boðað en hætt var við þau í bæði skiptin. Þá var um tíma yfirvinnubann í gildi og yfirstandandi er ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. „Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni. Því leggur ríkissáttasemjari tillöguna fram í samræmi við skyldur sínar til að miðla málum,“ segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna og fyrirtækið til atkvæðagreiðslu. Henni á að ljúka klukkan 16:00 þann 11. apríl. Í tilkynningunni segir að verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi verði lokið. Yfirstandandi vinnustöðvun verður frestað þar til atkvæðagreiðslunni verðu lokið. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka, verði tillagan samþykkt. Um er að ræða verkalýðsfélögin Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS. Hins vegar eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan, eða ISAL. „Samkomulag hefur náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði samningsins að undanskildu því hversu langt heimildir til verktöku á svæðinu skuli ná, en miðlun sáttasemjara nær m.a. til þess ágreinings. Í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur verður tillagan efnislega ekki kynnt öðrum en starfsmönnum og fyrirtækinu, fyrr en hún hefur verið samþykkt.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira