Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 16:33 Frá Hornafirði Vísir Tæplega níræður karlmaður átti ekki fyrir tannlæknakostnaði þegar hann fór í skoðun ásamt vini sínum á Hornafirði. Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. Í ljós kom að bankareikningur hans hafði verið svo gott sem tæmdur í þremur millifærslum upp á um 42 milljónir króna.Vísir greindi fyrr í dag frá ákæru á hendur rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir að hafa notfært sér bágindi hins tæplega níræða manns til að afla sjálfum sér fjármuna, fyrrnefndar 42 milljónir. Málið var þingfest við Héraðsdóm Austurlands í morgun en maðurinn neitar sök. Mennirnir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi. Hefur það komið mörgum kunnugum í opna skjöldu að hann hafi notfært sér bágindi mannsins vegna langt gengins Alzheimer sjúkdóms til að hafa af honum fé. Brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi. Um er að ræða þrjár millifærslur sem framkvæmdar voru dagana 1. ágúst 2014 og 8. september 2014. Í báðum tilfellum mun maðurinn hafa heimsótt manninn á hjúkrunardeild á Hornafirði og farið með hann út í banka þar sem millifærslurnar voru framkvæmdar. Í ákærunni segir að manninum geti ekki hafa dulist ástand fórnarlambsins sem „gat hvorki gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða.“ Maðurinn er sem fyrr segir tæplega níræður, búsettur á hjúkrunardeild og á enga lögerfingja á lífi. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Tæplega níræður karlmaður átti ekki fyrir tannlæknakostnaði þegar hann fór í skoðun ásamt vini sínum á Hornafirði. Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. Í ljós kom að bankareikningur hans hafði verið svo gott sem tæmdur í þremur millifærslum upp á um 42 milljónir króna.Vísir greindi fyrr í dag frá ákæru á hendur rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir að hafa notfært sér bágindi hins tæplega níræða manns til að afla sjálfum sér fjármuna, fyrrnefndar 42 milljónir. Málið var þingfest við Héraðsdóm Austurlands í morgun en maðurinn neitar sök. Mennirnir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi. Hefur það komið mörgum kunnugum í opna skjöldu að hann hafi notfært sér bágindi mannsins vegna langt gengins Alzheimer sjúkdóms til að hafa af honum fé. Brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi. Um er að ræða þrjár millifærslur sem framkvæmdar voru dagana 1. ágúst 2014 og 8. september 2014. Í báðum tilfellum mun maðurinn hafa heimsótt manninn á hjúkrunardeild á Hornafirði og farið með hann út í banka þar sem millifærslurnar voru framkvæmdar. Í ákærunni segir að manninum geti ekki hafa dulist ástand fórnarlambsins sem „gat hvorki gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða.“ Maðurinn er sem fyrr segir tæplega níræður, búsettur á hjúkrunardeild og á enga lögerfingja á lífi.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira