Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36