Er einhver munur á gömlu bönkunum og þeim nýju? skjóðan skrifar 2. mars 2016 15:45 Vísir/Vilhelm Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira