Fjárfestir fyrir 35 milljarða á þremur árum Svavar Hávarðsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin. Þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna sambærilegar fjárfestingar í flutningskerfi félagsins. Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi, og sagt er frá í tilkynningu. Um ellefu milljarðar króna eru áætlaðir í fjárfestingar í flutningskerfi Landsnets á þessu ári, tæpir fjórtán milljarðar á næsta ári og tæpir tíu milljarðar árið 2018. Verkefnið Krafla – Þeistareykir - Bakki felur í sér byggingu tveggja háspennulína, samtals rúmlega 61 kílómetri að lengd, og þriggja tengivirkja til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeistareykjavirkjun og virkjunina við meginflutningskerfið. Áætlanir gera ráð fyrir að verkinu ljúki í september árið 2017. Á Norðausturlandi er lagning háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdals í undirbúningi. Línan verður 122 kílómetrar að lengd og er mat á umhverfisáhrifum hennar á lokastigi. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki árin 2017-18. Undirbúningur framkvæmda er í gangi vegna Sandskeiðslínu 1, sem er 27 kílómetra löng loftlína frá Sandskeiði að Hafnarfirði, sem þarf að reisa svo hægt sé að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2 eins og samkomulag er um við Hafnarfjarðarbæ. Áætlað er að línan verði lögð árin 2017-2018. Á Reykjanesi er meðal annars vinna að hefjast í næsta mánuði við Suðurnesjalínu 2, 32 kílómetra langa háspennulínu frá Hafnarfirði að Rauðamel, en unnið er að undirbúningi Fitjalínu 3, níu kílómetra langs jarðstrengs frá tengivirki á Fitjum að tengivirki Landsnets í Helguvík. Verkið felur einnig í sér stækkun tengivirkisins í Helguvík. - shá Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin. Þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna sambærilegar fjárfestingar í flutningskerfi félagsins. Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi, og sagt er frá í tilkynningu. Um ellefu milljarðar króna eru áætlaðir í fjárfestingar í flutningskerfi Landsnets á þessu ári, tæpir fjórtán milljarðar á næsta ári og tæpir tíu milljarðar árið 2018. Verkefnið Krafla – Þeistareykir - Bakki felur í sér byggingu tveggja háspennulína, samtals rúmlega 61 kílómetri að lengd, og þriggja tengivirkja til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeistareykjavirkjun og virkjunina við meginflutningskerfið. Áætlanir gera ráð fyrir að verkinu ljúki í september árið 2017. Á Norðausturlandi er lagning háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdals í undirbúningi. Línan verður 122 kílómetrar að lengd og er mat á umhverfisáhrifum hennar á lokastigi. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki árin 2017-18. Undirbúningur framkvæmda er í gangi vegna Sandskeiðslínu 1, sem er 27 kílómetra löng loftlína frá Sandskeiði að Hafnarfirði, sem þarf að reisa svo hægt sé að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2 eins og samkomulag er um við Hafnarfjarðarbæ. Áætlað er að línan verði lögð árin 2017-2018. Á Reykjanesi er meðal annars vinna að hefjast í næsta mánuði við Suðurnesjalínu 2, 32 kílómetra langa háspennulínu frá Hafnarfirði að Rauðamel, en unnið er að undirbúningi Fitjalínu 3, níu kílómetra langs jarðstrengs frá tengivirki á Fitjum að tengivirki Landsnets í Helguvík. Verkið felur einnig í sér stækkun tengivirkisins í Helguvík. - shá
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira