Sport

Rafn Kumar vann sinn leik en Ísland tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafn Kumar Bonifacius.
Rafn Kumar Bonifacius. Mynd/Tennissamband Íslands
Íslenska karlalandsliðið í tennis tapaði á móti Svartfjallalandi í dag í öðrum leik sínum á Davis Cup í Eistlandi.

Svartfjallaland vann 2-1 í dag en Ísland tapaði á móti Kýpur í gær og hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Svartfjallaland sigraði Andorra naumlega 2-1 í gær og er því með fullt hús eftir tvær umferðir.

Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland í dag og mætti hann Rrezart Cungu sem spilar númer tvö fyrir Svartfjallaland. Rafn Kumar spilaði vel og sigraði 6-4 og 6-4.

Birkir Gunnarsson spilaði á móti Ljubomir Celebic sem er númer 627 í heiminum og spilar númer 1 fyrir Svartfjallaland. Ljumbomir var hreinlega of sterkur fyrir Birki sem varð að sætta sig við tap 6-2 og 6-2.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Birkir og Rafn Kumar á móti Ljubomir Celebic og Pavle Rogan. Svartfellingarnir voru sterkari og sigruðu 6-3 og 6-3.

Á morgun spila íslensku strákarnir við Andorra en þetta leikur upp á þriðja sætið í riðlinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×