Viðskipti erlent

Gaf milljarða bónusgreiðslu sína til starfsmanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forstjóri LinkedIn mun ekki þiggja árlega bónusgreiðslu sína vegna lélegs gengis fyrirtækisins.
Forstjóri LinkedIn mun ekki þiggja árlega bónusgreiðslu sína vegna lélegs gengis fyrirtækisins. Vísir/Getty
Jeff Weiner, forstjóri LinkedIn, hefur ákveðið að þiggja ekki árlega bónusgreiðslu sína, um 14 milljónir dollara í hlutabréfum í fyrirtækinu. Þess í stað munu starfsmenn LinkedIn eiga kost á því að eignast hlutabréfin.

Í síðasta mánuði féllu hlutabréf LinkedIn mikið í verði eftir að tilkynnt var að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Í kjölfarið kepptust fjárfestar um að losa sig við hlutabréf í fyrirtækinu.

Talið er að ákvörðun Weiner um að þiggja ekki bónusgreiðsluna og dreifa henni þess í stað á meðal starfsmanna fyrirtækisins sé liður í því að viðhalda starfsanda meðal fyrirtækisins. Ljóst er að erfitt gæti verið fyrir LinkedIn að halda í starfsmenn sína í samkeppni við önnur tæknifyrirtæki sem ekki eiga við rekstarvanda að stríða.

Ákvörðun Weiner er ekki einstök innan tæknigeirans í Bandaríkjunum. Í október á síðasta ári tilkynnti Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, að hann myndi gefa starfsmönnum um þriðjung af hlut sínum í Twitter.


Tengdar fréttir

Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli

LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×