Viðar: Svo kemur þú með kjaftshögg á hina hliðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 21:25 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45