Hodgson útilokar ekki að taka Rashford með á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 08:00 Marcus Rashford er aðeins búinn að spila þrjá leiki fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30