Chicharito: Sir Alex er mér mjög mikilvægur og við höldum enn sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:30 Javier Hernández raðar inn mörkum í Þýskalandi. vísir/getty Javier Hernández, fyrrverandi framherji Manchester United, og Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, halda enn sambandi. Skotinn fékk Chicharito til liðs við sig sumarið 2010 og þrettán mörk frá mexíkóska framherjanum hjálpuðu til við að gera Manchester United að meistara á fyrsta ári hans á Old Trafford. „Fyrir mér er hann sá besti því hann gaf mér tækifæri til að spila í Evrópu og ekki bara það heldur hjá einu stærsta félagi heims,“ segir Hernández í viðtali við BBC sem verður birt í heild sinni á laugardaginn. „Ég hef sagt það við hann og í viðtölum að Sir Alex Ferguson er mikilvæg persóna í mínu lífi.“Sir Alex og Chicharito urðu aftur enskir meistarar saman 2013.vísir/gettyVan Gaal heiðarlegur Þegar David Moyes tók við Manchester United var Chicharito lánaður til Real Madrid. Þau vistaskipti ræddi Mexíkóinn við Sir Alex, en þeir halda miklu sambandi. „Þegar við spiluðum á móti Atlético Madríd í Meistaradeildinni skiptumst við á sms-um og ég hitti hann tveimur leikjum áður,“ segir Hernández. „Við erum í miklu sambandi. Þegar ég fór á lán til Real Madrid fór ég heim til Sir Alex og talaði við hann. Við reynum að halda sambandi en hann er upptekinn og ég bý núna í öðru landi.“ Hernández yfirgaf Manchester United í ágúst á síðasta ári þegar hann var seldur til Bayer Leverkusen. Hann hefur slegið í gegn í þýsku deildinni og er búinn að skora fjórtán mörk í 20 leikjum. Hann viðurkennir þó að það var erfitt að frétta það, að Louis van Gaal vildi ekki halda honum á Old Trafford. „Það er auðvitað alltaf svekkjandi þegar einhver gefur manni ekki 100 prósent traust. Ég þakka honum samt fyrir hversu heiðarlega hann kom fram,“ segir Hernández. „Hann sagði mér að ef ég fengi gott tilboð og félagið einnig þá myndi hann láta mig fara,“ segir Javier Hernández. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Javier Hernández, fyrrverandi framherji Manchester United, og Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, halda enn sambandi. Skotinn fékk Chicharito til liðs við sig sumarið 2010 og þrettán mörk frá mexíkóska framherjanum hjálpuðu til við að gera Manchester United að meistara á fyrsta ári hans á Old Trafford. „Fyrir mér er hann sá besti því hann gaf mér tækifæri til að spila í Evrópu og ekki bara það heldur hjá einu stærsta félagi heims,“ segir Hernández í viðtali við BBC sem verður birt í heild sinni á laugardaginn. „Ég hef sagt það við hann og í viðtölum að Sir Alex Ferguson er mikilvæg persóna í mínu lífi.“Sir Alex og Chicharito urðu aftur enskir meistarar saman 2013.vísir/gettyVan Gaal heiðarlegur Þegar David Moyes tók við Manchester United var Chicharito lánaður til Real Madrid. Þau vistaskipti ræddi Mexíkóinn við Sir Alex, en þeir halda miklu sambandi. „Þegar við spiluðum á móti Atlético Madríd í Meistaradeildinni skiptumst við á sms-um og ég hitti hann tveimur leikjum áður,“ segir Hernández. „Við erum í miklu sambandi. Þegar ég fór á lán til Real Madrid fór ég heim til Sir Alex og talaði við hann. Við reynum að halda sambandi en hann er upptekinn og ég bý núna í öðru landi.“ Hernández yfirgaf Manchester United í ágúst á síðasta ári þegar hann var seldur til Bayer Leverkusen. Hann hefur slegið í gegn í þýsku deildinni og er búinn að skora fjórtán mörk í 20 leikjum. Hann viðurkennir þó að það var erfitt að frétta það, að Louis van Gaal vildi ekki halda honum á Old Trafford. „Það er auðvitað alltaf svekkjandi þegar einhver gefur manni ekki 100 prósent traust. Ég þakka honum samt fyrir hversu heiðarlega hann kom fram,“ segir Hernández. „Hann sagði mér að ef ég fengi gott tilboð og félagið einnig þá myndi hann láta mig fara,“ segir Javier Hernández.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira