Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 23:45 Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur. Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf. Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld. Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það. „Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær. Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur. Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á. Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.Já, þetta er sami maður. MMA Tengdar fréttir Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10 Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur. Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf. Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld. Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það. „Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær. Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur. Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á. Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.Já, þetta er sami maður.
MMA Tengdar fréttir Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10 Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15
Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10
Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30
Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00