Ray Tomlinson, maðurinn sem á heiðurinn af því að hafa fundið upp tölvupóstinn, lést í gær á heimili sínu í Bandaríkjunum.
Fann hann upp á því að nota @-merkið sem er eins og flestir þekkja ansi mikilvægur hluti af því að senda tölvupóst.
Tomlinson fékk hugmyndina að rafrænum skilaboðum sem hægt væri að senda á milli netkerfa árið 1971. Sendi hann það sem er talið að hafi verið fyrsti tölvupósturinn er hann starfaði sem verkfræðingur hjá fyrirtækinu Bolt, Beranek og Newman.
Fékk hann inngöngu í frægðarhöll internetsins árið 2012 fyrir framlag sitt til þróunar internetsins. Dánarmein Tomlinson var hjartaáfall, hann var 74 ára gamall.
