Væri draumur að mæta Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2016 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar marki sínu á móti Dönum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Jónína Guðbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira