Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2016 10:08 Aðild BDSM-samtakanna ætlar að reynast Samtökunum ´78 ákaflega erfið viðureignar. Vísir Búist er við talsverðum fjölda úrsagna úr Samtökunum ´78 í dag eftir að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt. Að sögn Hilmars Hildar Magnússonar formanns er málið ákaflega erfitt viðureignar, svo mjög að tala má um klofning. Búist er við nokkrum fjölda úrsagna úr samtökunum í dag vegna málsins, ef marka má yfirlýsingar á samfélagsmiðlum. Um helgina var haldinn aðalfundur Samtakanna ´78 en það mál sem vakti mesta athygli var aðildarumsókn BDSM-samtakanna. Kosið var á laugardaginn og féllu atkvæði þannig að 47 greiddu atkvæði með og 40 á móti. Félagar skiptast þannig algerlega í tvö horn. Þeir sem eru á móti því að BDSM-samtökin séu tekin inní Samtökin ´78 er sú að þeir fá ekki séð hvernig þetta tvennt tengist en Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.Samtökin á villigötum? Málið hefur verið rætt víða á samfélagsmiðlum, af nokkrum hita og sitt sýnist hverjum. Margir innan Samtakanna ´78 eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa þróast. Kristín Sævarsdóttir er ein þeirra sem hefur verið virk innan samtakanna í gegnum tíðina. Hún ritar á Facebook-síðu sína í gær.Kristín Sævarsdóttir ásamt félögum sínum á góðri stundu í tengslum við Hinsegin daga.„Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að BDSM félagið fékk samþykkta aðild að Samtökunum 78 í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Auðvelda leiðin væri að segja sig úr félaginu en þannig er ég ekki vön að starfa. Stundum er gott að bíða aðeins og hugsa málið.“ Ýmsir taka í sama streng. Þar segir meðal annars í athugasemdum: „BDSM samtökin skilgreina sig sjálf sem iðkendur eins og hver önnur íþróttafélög. Tengingin er engin. Eru iðkendur BDSM ekki fyrst og fremst að hugsa um viðurkenningu samfélagsins á iðkun sinni og finnst tilvalið að nýta Samtökin 78 til að styðja við sig þar vegna viðurkenningarinnar sem samtökin hafa unnið fyrir fyrir sitt fólk. Að þannig tengi bdsm iðkendur sig með hinsegin fólki. Að mínu mati algjörar villigötur.“ Vísir hefur séð ýmsa lýsa því yfir að þeir ætli að segja sig úr Samtökunum, einmitt á þessum forsendum.„Damned if you do, damned if you don´t“ Hilmar Hildar Magnúsarson er formaður samtakanna og hann ritaði pistil á síðu sína í gærkvöldi og þar fer ekkert á milli mála að málið hefur tekið á:Ný stjórn Samtakanna ´78. Hennar bíður nú það erfiða verkefni að sætta tvær fylkingar. Yfirlýsingar er að vænta í dag.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78„Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í Amnesty leið á síðasta ári þegar 'stormurinn þeirra' reið yfir. Ég er vel að merkja ennþá félagi í Amnesty. Ég er ekki að bera málin saman - nema að því leyti að það getur verið erfitt að standa í miðju umdeildra mála, óháð því hvað manni sjálfum kann að þykja. Það er svolítið svona 'you are damned if you do, and you are damned if you don't'.“Yfirlýsingar að vænta Hilmar segir að það hafi nefnilega verið talsverður þrýstingur á stjórn úr báðum áttum: „Sem kaus að gefa ekki út neina línu, heldur upplýsa sem best um málin og leggja þau svo í dóm æðstu stofnunar félagsins, aðalfundar. Félaganna sjálfra. Á endanum verður maður svo persónulega að standa með hjarta sínu og samvisku.“ Hilmar segist muni tjá sig meira um málið á næstunni og er yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. „Ég get þó sagt núna að fólk hefur ekkert að óttast. Samtökin eru enn þau sömu. Það er ekkert breytt. Fræðslan er ekki breytt. Ráðgjöfin. Ungliðastarfið. Þetta er allt jafn frábært og faglegt og verið hefur - og undir sömu formerkjum. Það sem hefur breyst er að lítið samfélag fólks hefur leitað til okkar. Og fengið skjól. Annað ekki.“Burtséð frá því hvað mér finnst persónulega um BDSM þá skil ég ekki hvers vegna verið er að rugla þessum tveimur hlutum...Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 7. mars 2016 Örlítið varðandi aðalfund Samtakanna '78 og aðild BDSM á Íslandi:Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í...Posted by Hilmar Hildar Magnúsarson on 6. mars 2016 Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að...Posted by Kristín Sævarsdóttir on 6. mars 2016 Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Búist er við talsverðum fjölda úrsagna úr Samtökunum ´78 í dag eftir að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt. Að sögn Hilmars Hildar Magnússonar formanns er málið ákaflega erfitt viðureignar, svo mjög að tala má um klofning. Búist er við nokkrum fjölda úrsagna úr samtökunum í dag vegna málsins, ef marka má yfirlýsingar á samfélagsmiðlum. Um helgina var haldinn aðalfundur Samtakanna ´78 en það mál sem vakti mesta athygli var aðildarumsókn BDSM-samtakanna. Kosið var á laugardaginn og féllu atkvæði þannig að 47 greiddu atkvæði með og 40 á móti. Félagar skiptast þannig algerlega í tvö horn. Þeir sem eru á móti því að BDSM-samtökin séu tekin inní Samtökin ´78 er sú að þeir fá ekki séð hvernig þetta tvennt tengist en Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.Samtökin á villigötum? Málið hefur verið rætt víða á samfélagsmiðlum, af nokkrum hita og sitt sýnist hverjum. Margir innan Samtakanna ´78 eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa þróast. Kristín Sævarsdóttir er ein þeirra sem hefur verið virk innan samtakanna í gegnum tíðina. Hún ritar á Facebook-síðu sína í gær.Kristín Sævarsdóttir ásamt félögum sínum á góðri stundu í tengslum við Hinsegin daga.„Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að BDSM félagið fékk samþykkta aðild að Samtökunum 78 í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Auðvelda leiðin væri að segja sig úr félaginu en þannig er ég ekki vön að starfa. Stundum er gott að bíða aðeins og hugsa málið.“ Ýmsir taka í sama streng. Þar segir meðal annars í athugasemdum: „BDSM samtökin skilgreina sig sjálf sem iðkendur eins og hver önnur íþróttafélög. Tengingin er engin. Eru iðkendur BDSM ekki fyrst og fremst að hugsa um viðurkenningu samfélagsins á iðkun sinni og finnst tilvalið að nýta Samtökin 78 til að styðja við sig þar vegna viðurkenningarinnar sem samtökin hafa unnið fyrir fyrir sitt fólk. Að þannig tengi bdsm iðkendur sig með hinsegin fólki. Að mínu mati algjörar villigötur.“ Vísir hefur séð ýmsa lýsa því yfir að þeir ætli að segja sig úr Samtökunum, einmitt á þessum forsendum.„Damned if you do, damned if you don´t“ Hilmar Hildar Magnúsarson er formaður samtakanna og hann ritaði pistil á síðu sína í gærkvöldi og þar fer ekkert á milli mála að málið hefur tekið á:Ný stjórn Samtakanna ´78. Hennar bíður nú það erfiða verkefni að sætta tvær fylkingar. Yfirlýsingar er að vænta í dag.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78„Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í Amnesty leið á síðasta ári þegar 'stormurinn þeirra' reið yfir. Ég er vel að merkja ennþá félagi í Amnesty. Ég er ekki að bera málin saman - nema að því leyti að það getur verið erfitt að standa í miðju umdeildra mála, óháð því hvað manni sjálfum kann að þykja. Það er svolítið svona 'you are damned if you do, and you are damned if you don't'.“Yfirlýsingar að vænta Hilmar segir að það hafi nefnilega verið talsverður þrýstingur á stjórn úr báðum áttum: „Sem kaus að gefa ekki út neina línu, heldur upplýsa sem best um málin og leggja þau svo í dóm æðstu stofnunar félagsins, aðalfundar. Félaganna sjálfra. Á endanum verður maður svo persónulega að standa með hjarta sínu og samvisku.“ Hilmar segist muni tjá sig meira um málið á næstunni og er yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. „Ég get þó sagt núna að fólk hefur ekkert að óttast. Samtökin eru enn þau sömu. Það er ekkert breytt. Fræðslan er ekki breytt. Ráðgjöfin. Ungliðastarfið. Þetta er allt jafn frábært og faglegt og verið hefur - og undir sömu formerkjum. Það sem hefur breyst er að lítið samfélag fólks hefur leitað til okkar. Og fengið skjól. Annað ekki.“Burtséð frá því hvað mér finnst persónulega um BDSM þá skil ég ekki hvers vegna verið er að rugla þessum tveimur hlutum...Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 7. mars 2016 Örlítið varðandi aðalfund Samtakanna '78 og aðild BDSM á Íslandi:Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í...Posted by Hilmar Hildar Magnúsarson on 6. mars 2016 Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að...Posted by Kristín Sævarsdóttir on 6. mars 2016
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels