
Internetið og jafnrétti kynjanna
Misrétti gegn konum hefur viðgengist lengi og leið kynjakerfisins til að viðhalda gömlu valdaójafvægi hefur meðal annars verið kynbundið ofbeldi. Slíkt ofbeldi hefur nú fundið sér nýjar leiðir inn á internetið með tilkomu hrellikláms og dreifingar á klámi sem gengur út á að misþyrma og niðurlægja konur. Skaðinn sem þetta veldur konum er ekki viðurkenndur sem alvarlegur og þeim jafnvel kennt um, þeir sem birta nektarmyndir af konum án þeirra samþykkis eru sjaldan ákærðir eða sakfelldir og ekki heldur þeir sem búa til síður sem ætlaðar eru fyrir slíkar myndbirtingar. Í fyrirlestir Mary Anne Franks kom fram að þúsundir heimasíðna eru til á netinu þar sem fólk getur farið inn og deilt myndum eða skoðað myndir sem skilgreina má sem hrelliklám og að 9 af hverjum 10 myndum sem birtast eru af stelpum eða konum. Oftast eru myndirnar tengdar upplýsingum um nafn, aldur, símanúmer, tölvupóstfangi, og jafnvel skóla eða heimilisfangi. Rannsókn sýndi að allt að 10% fólks hótar að birta nektarmyndir af af kærustu eða maka sínum og 60% af þeim birtir myndirnar. Þegar myndin er komin á netið er nánast ógjörningur að taka hana til baka og þar til síðastliðið sumar var hægt að nálgast allar myndir með því að googla viðkomandi. Nú hafa Google, Twitter og Facebook tekið sig til og rutt brautina fyrir réttindum þolenda með því að viðurkenna ábyrgð sína á því sem birtist á þeirra vefsvæðum og taka út myndir af einstaklingum ef óskað er eftir því. Þeim ber þó ekki lagaleg skylda til þess og leysa í raun ekki vandamálið sem er annars vegar að fólk er að dreifa myndunum og hins vegar að það eru til sérstakar síður sem eru til þess gerðar og lög virðast ekki ná utanum það. Því er hrelliklám stórt og vaxandi vandamál sem gengur meira og minna út á að niðurlægja aðra og það mun ekki hverfa nema að við tökum höndum saman og stoppum það. Áhrif hrellikláms á samfélagið eru grafalvarleg því að smám saman verður það eðlilegt að birta nektarmyndir af fólki án samþykkis, hóta því að birta slíkar myndir og að kynlíf snúist um völd yfir öðrum og að það sé í lagi að niðurlægja fólk sér til skemmtunar. Áhrifin á þolendur ofbeldisins eru þau að þetta þaggar niður í konum sem ekki vilja taka áhættuna að verða fyrir barðinu á hrelliklámi og láta því lítið fyrir sér fara því fylgi þær ekki reglum karlanna eiga þær þetta á hættu. Þarna er því komið tæki sem hefur áhrif á réttindi kvenna og tækifæri þeirra til að láta að sér kveða í samfélaginu. Konur sem verða fyrir þessu ofbeldi láta sig hverfa, hætta í skóla, vinnu og konur hafa tekið líf sitt vegna myndbirtinga. Á síðasta ári kröfðust ungar konur þess að samfélagið stæði með þeim þegar þær þustu út á samfélagsmiðla og götur berbrjósta undir #freethenipple myllumerkinu. Þær ætla ekki að láta bjóða sér þetta og við sem samfélag eigum að standa með þeim.
Við verðum að gera sömu kröfur um jafnrétti og mannréttindi á internetinu og í öðrum mikilvægum þáttum samfélags okkar. Hrelliklám, kynbundið ofbeldi eða mismunun kynjanna má ekki verða eðlilegur veruleiki í netheimum frekar en annarsstaðar og við þurfum að vera óhrædd við að takast á við þar verkefni, hvort sem við nýtum til þess fræðslu, lagasetningu eða breyttar leikreglur á internetinu. Jafnrétti kynjanna þarf að gilda allstaðar, alltaf.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar