Fákeppni, arðgreiðslur og ónýt mynt skjóðan skrifar 9. mars 2016 09:00 Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira