Fákeppni, arðgreiðslur og ónýt mynt skjóðan skrifar 9. mars 2016 09:00 Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira