Leifur og Sigmundur: Það leikur sér enginn að því að dæma tæknivillu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2016 10:00 „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30
Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30