Dos Anjos er meiddur og hefur þurft að draga sig úr bardaganum. Hann ætlaði að verja léttvigtarbeltið sitt gegn McGregor.
Samkvæmt heimildum MMAfighting.com þá meiddist Dos Anjos á fæti í síðustu viku.
Heimildir síðunnar herma einnig að verið sé að leita að einhverjum til þess að berjast við McGregor eftir ellefu daga. Ekki er vitað hvort það verði þá bardagi í léttvigt eða fjaðurvigt.
Þetta er í annað sinn sem brasilískur heimsmeistari dregur sig úr bardaga gegn Conor. Jose Aldo gerði það er þeir áttu að berjast síðasta sumar. Aldo mætti loksins í búrið með Conor í desember og var rotaður á 13 sekúndum.
Verður áhugavert að sjá hvað gerist í kjölfarið og hvern UFC fær til þess að berjast við Conor. Er þeir fundu andstæðing gegn Conor síðasta sumar var það upp á bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Spurning hvort UFC spili þann leik aftur.
Eins og sjá má hér að neðan var þjálfari Conors, John Kavangh, svekktur er hann heyrði af þessu.
:(
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) February 23, 2016