Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Snærós Sindradóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íslenski geitarstofninn er í útrýmingarhættu en það skuldbindur stjórnvöld til að styðja sérstaklega við hann í nýjum búvörusamningum. Fimmtán milljónir á ári renna til geitfjárræktar. vísir/vilhelm „Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
„Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00