Stefnt að vopnahléi á laugardag Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íbúi Damaskusborgar gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Nordicphotos/AFP Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu. Mið-Austurlönd Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira