Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 06:00 Hin 208 cm Bernadett Határ á æfingu ungverska landsliðsins í gær. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira