Clarkson biðst afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2016 11:16 Jeremy Clarkson. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent
Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent