Clarkson biðst afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2016 11:16 Jeremy Clarkson. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent
Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent